Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 19

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 19
iqurour tnaai: DÓMSMÁLASTÖRF ÁRNA MAGNÚSSONAR Að stofni til erindi úr flokki erinda, sem flutt voru í ríkisútvarp- ið í október tiL desember 196S um líf og starf Árna Magnússonar, vegna S00 ára afmælis hans. Erindið er hér prentað allverulega aukið. Árni Magnússon og Páll Vídalín voru skipaðir i nefnd til að rannsaka hagi íslands og jafnframt gera tillögur um það, sem til úrbóta mætti verða, með erindisbréfi frá 22. maí 1702.1) I 6. gr. erindisbréfsins er þeim nefndarmönnum falið að taka við kvörtunum almúgans yfir embættismönnum, rannsaka slík mál og gera konungi grein fyrir þeim. Síðar í bréfinu (22.—23. gr.) eru sérstaklega tilgreind tvö mál. Hið fyrra er mál Hólmfasts Guðmundssonar, en hið síð- ara mál Tómasar Konráðssonar, en báðir höfðu menn þessir sætt harðýðgislegum refsingum fyrir litlar yfirsjón- ir, er fólgnar voru í broti á svæðaskiptingu verzlunarlag- anna. 1 þessari grein er m. a. vikið að dómsmálum og réttar- farsmálefnum, en um þann þátt starfa þeirra Árna og Páls verður hér fjallað. Áður en nánari grein verður gerð fyrir þessum störfum, þykir hlýða að skýra stuttlega frá, hvernig skipan dómsmála og málarekstri var háttað á Islandi á þessu tímabili. 1 héraði höfðu sýslumenn dómsvald með höndum og nefndu þeir jafnan menn með sér í dóma 6 eða 12 eftir því, hve viðamikil málin voru. Dómum sýslumanna mátti áfrýja til lögmanna, sem 1) Lovs. f. Isl. I., bls. 584. Tímarit lögfræðinga 65

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.