Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 51
kinissonar. Afskipti Áma af máli Jóns Hreggviðssonar
sýnir þetta einnig.
Réttarfar á Islandi á 18. öld hafði og marga augljósa
ágalla, dómar voru einatt óljósir, óendanlegir og lítt rök-
studdir, réttaróvissa mikil vegna þess glundroða, hvaða
íög giltu á landi hér og átti sá glundroði eftir að fara vax-
andi. Embættismenn voru og margir lítt starfi sínu vaxnir,
en ofan á þetta bættist mikil drykkjuskaparóöld, ekki sízt
meðal embættismanna.
En þrátt fyrir allar þessar jákvæðu hliðar á störfum
þeirra nefndarmanna, er þar þó einnig önnur hlið, sem
skoða ber.
Málin, sem þeir dæmdu, voru flest gömul. Þannig var
mál Ásbjarnar Jóakimssonar 23 ára, þegar þeir hófu fyrst
afskipti af því árið 1704 og afskipti þeirra stóðu í nær
áratug, mál Jóns Hreggviðssonar var 20 ára, þegar afskipti
þeirra hófust, en 31 árs þegar því lauk; mál Ara Pálssonar
23 ára, þegar byrjað var, en 29 ára þegar því var vísað
frá vfirréttinum, en mál Magnúsar Benediktssonar 26 ára
þegar byrjað var, en 32 ára þegar því var vísað frá yfir-
rétti. Upptaka svo gamalla mála getur orkað tvímælis, svo
og að refsa fyrir þau, en fleira kemur hér til:
Þegar Sigurður lögmaður Björnsson er dæmdur til em-
bættis og búslóðarmissis fyrir meðferð mála þessara, svo
og til greiðslu sekta voru liðin 3 ár frá því, að hann hafði
fengið lausn frá lögmannsembætti, svo að þessir dómar
voru i raun og veru aðeins yfir æru hans. Siðferðilega var
það og nokkur afbötun fyrir Sigurð, að málin voru ekki
úr hans umdæmi og hann hafði naumast átt þess kost að
fylgjast með þeim nema á Alþingi, en gild lagarök mátti
færa fyrir því, að þetta hafi honum borið að gera betur
en hann virðist hafa gert. Um galdramálin er þess loks
að geta, að galdraákærur voru mjög í rénum, þegar dóm-
ar þessir voru kveðnir upp, svo að þess vegna má segja
að minni þörf hafi verið á en ella að gera eins mikið úr
málum þessum og raun bar vitni. Þá má loks minna á
Tímarit löqfræðinga
97