Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 38
lögmaður dró ár frá ári að láta af hendi dómsgerðir í mál-
inu. Meðan á þessari bið stóð, ritaði Arni mörg bréf til
Sigurðar Jónssonar sýslumanns, Jóns Eyjólfssonar vara-
lögmanns og Páls Beyer landfógeta og varaði þá við að
láta senda Jón utan til afplánunar refsingarinnar. Enn
dróst, að dómsgerðir yrðu afhentar, og sneri Ámi sér
loks til konungs, en með konungsbréfi frá 10. júní 171324)
var lagt fyrir Gyldenlöve stiftamtmann að útvega dóms-
gerðir i máli Jóns.
Mál Jóns var dæmt í Hæstarétti 25. júb 1715, og varhann
sýknaður af morðákærunni með atkvæðum allra dómenda.
Voru þá liðin 31 ár frá því að hann hafði verið dæmdur
til dauða. Fór Jón síðan til Islands og er úr sögunni.
Næstu tvö þessara firnamála voru galdramál. Voru
það mál Ara Pálssonar og Magnúsar Benediktssonar og
var mál Ara þeirra miklu umfangsmeira. (Um mál Ara
Pálssonar, sjá Embedsskrivelser Nr. 91 og 121).
Ari þessi Pálsson hafði verið búsettur í Barðastranda-
sýslu. I sömu sveit sýslunnar bjó kona að nafni Þorkatla
Snæbjamardóttir. Árið 1675 kenndi hún sóttar, er hún hélt
vera af völdum Ara Pálssonar og ákærði hann fyrir að hafa
valdið sótt þessari með galdri. Nokkuð dróst, að málið
yrði rannsakað, þar sem ráða þurfti fram úr ýmsum rétt-
arfarsatriðum og fá úrlausn lögréttu um þau. Þann 5.
febrúar 1679 var lolcs málið tekið fyrir á þingi að Hrafns-
eyri í Isafjarðarsýslu og staðfesti Þorkatla galdraáburð
sinn með eiði. 1 Alþingisdómi þeim, sem síðar var kveðinn
upp yfir Ara Pálssyni segir, að áburði hennar hafi komið
til styrktar líkindavitnisburðir 7 karla og kvenna með eiði
sannaðir.25)
Auk ákæru Þorkötlu komu fram á þessu þingi vitnis-
ir gegn Ara Pálssyni.
24) Lovs. f. Isl. I., bls. 689.
25) Alþb. ísl. VII., bls. 535.
84
Tímarit lögfræðinga