Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 30
Umfangsmest allra firnamálanna var mál Jóns Hregg-
viðssonar.13)
Var Jón bóndi að Fellsöxl í Skilamannahreppi, þegar
mál hans hófst, en það var árið 1683, að hann hafði verið
dæmdur til hýðingar fyrir afbrot eitt. Á leið til þings, þar
sem dóminum skyldi fullnægt var komið við á bænum
Ytra-Miðfelli í Strandarhreppi, þar sem áfengi var óspart
veitt. Gerðust þeir ákaflega drukknir, Jón Hreggviðsson,
sýslumaðurinn, Guðmundur Jónsson og böðullinn, Sigurð-
ur Snorrason. Kom til átaka milli Jóns og Sigurðar böðuls.
Undir myrkur var förinni fram haldið, urðu þeir brátt
viðskila við förunauta sína, Jón og böðullinn og ráfuðu
villir vega um mýrar og fen „í þessu óviti ofdrykkjunnar"
eins og Jón komst sjálfur að orði. Urðu af þessu hrakning-
ar, lá Jón úti um nóttina, en komst undir morgun allþrek-
aður til bæjar. Um morguninn, þegar að var hugað, fannst
böðullinn dauður í læk einum. Lá hann þannig, að vatn
flóði upp í handarkrikann, en höfuðið lá á lækjarbakkan-
um. Sex menn, sem tóku Sigurð upp úr læknum, sóru, að
líkami hans „hafi verið harðstirðnaður, hans augu, nasir
og munnur til lukt, höfuðið staðið keiprétt og óvenjulega
stirt“.14) Frost hafði verið um nóttina og stjörnubjart.
Jón var nú handtekinn, og við rannsókn málsins bárust
mjög að honum böndin um að hafa myrt höðulinn. Þótti
það einkum vera til styrktar grun þessum, að þeim Jóni
og böðlinum hafði orðið sundurorða við drykkjun kvöldið
áður, en Jón var svolamenni við vín. Hann þrætti hins
vegar fyrir en var einn til frásagnar um atburði.
Jóni var nú gert að sverja tylftareið fyrir áburð þennan,
en kom þeim eið ekki fram, enda var hann i varðhaldi að
Bessastöðum. Var tylftareiður i því fólginn, að sá, sem
13) Hér er stuðzt við ritgerðina Óbótamál Jóns Hreggviðs-
sonar á Rein eftir Jóhann Gunnar Ólafsson í tímaritinu Helga-
felli, 2. árg. bls. 284, Embedsskrivelser Nr. 89 og 120, Private
Brevveksling Nr. 292 og Alþb. ísl., VIII. bindi.
14) Alþb. ísl. VIII., bls. 33.
76
Timarit lögfræðinga