Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Qupperneq 30

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Qupperneq 30
Umfangsmest allra firnamálanna var mál Jóns Hregg- viðssonar.13) Var Jón bóndi að Fellsöxl í Skilamannahreppi, þegar mál hans hófst, en það var árið 1683, að hann hafði verið dæmdur til hýðingar fyrir afbrot eitt. Á leið til þings, þar sem dóminum skyldi fullnægt var komið við á bænum Ytra-Miðfelli í Strandarhreppi, þar sem áfengi var óspart veitt. Gerðust þeir ákaflega drukknir, Jón Hreggviðsson, sýslumaðurinn, Guðmundur Jónsson og böðullinn, Sigurð- ur Snorrason. Kom til átaka milli Jóns og Sigurðar böðuls. Undir myrkur var förinni fram haldið, urðu þeir brátt viðskila við förunauta sína, Jón og böðullinn og ráfuðu villir vega um mýrar og fen „í þessu óviti ofdrykkjunnar" eins og Jón komst sjálfur að orði. Urðu af þessu hrakning- ar, lá Jón úti um nóttina, en komst undir morgun allþrek- aður til bæjar. Um morguninn, þegar að var hugað, fannst böðullinn dauður í læk einum. Lá hann þannig, að vatn flóði upp í handarkrikann, en höfuðið lá á lækjarbakkan- um. Sex menn, sem tóku Sigurð upp úr læknum, sóru, að líkami hans „hafi verið harðstirðnaður, hans augu, nasir og munnur til lukt, höfuðið staðið keiprétt og óvenjulega stirt“.14) Frost hafði verið um nóttina og stjörnubjart. Jón var nú handtekinn, og við rannsókn málsins bárust mjög að honum böndin um að hafa myrt höðulinn. Þótti það einkum vera til styrktar grun þessum, að þeim Jóni og böðlinum hafði orðið sundurorða við drykkjun kvöldið áður, en Jón var svolamenni við vín. Hann þrætti hins vegar fyrir en var einn til frásagnar um atburði. Jóni var nú gert að sverja tylftareið fyrir áburð þennan, en kom þeim eið ekki fram, enda var hann i varðhaldi að Bessastöðum. Var tylftareiður i því fólginn, að sá, sem 13) Hér er stuðzt við ritgerðina Óbótamál Jóns Hreggviðs- sonar á Rein eftir Jóhann Gunnar Ólafsson í tímaritinu Helga- felli, 2. árg. bls. 284, Embedsskrivelser Nr. 89 og 120, Private Brevveksling Nr. 292 og Alþb. ísl., VIII. bindi. 14) Alþb. ísl. VIII., bls. 33. 76 Timarit lögfræðinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.