Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 10
um er það beinlínis tekið fram, að fjárhæð hverrar dag-
sektar beri að miða við meðaldagtekjur sökunauts, jafn-
framt því sem tekið sé tillit til ástæðna hans að öðru leyti.
Hefur þetta síðastnefnda ákvæði — um ástæður almennt
— leitt til þess, að ekki hefur gætt fulls samræmis í hinum
ýmsu landshlutum Danmerkur um upphæðir dagsekta.
1 Kaupmannahöfn hafa dagsektir ekki verið ákveðnar
hærri en heimingur af brúttódagiaunum einhleyps manns
og Y3 af brúttódaglaunum framfærsluskylds manns. Sum-
ir dómarar hafa þó miðað dagsekt við %ooo hluta af árs-
tekjunum. Venjulega er upphæðin ekki tiltekin nákvæmari
en það, að miðað er við hálfan eða heilan tug króna, þ. e.
lægsta dagsekt er 5 krónur, næsta 10 krónur, þá 15 krónur,
20 krónur o. s. frv. Utan Kaupmannahafnar hefur ekki
verið farið eftir neinum samræmdum reglum um upphæð-
ir dagsektanna. 1 finnsku lögunum segir um dagsektir, að
fjárhæðir þeirra skuli ákveðnar i samræmi við meðaltekj-
ur sakbornings, sem liann hefur eða gæti haft á þeim tima,
sem sekt er á lögð. I sænsku lögunum er þetta enn óákveðn-
ara. Þar segir, að fjárhæð dagsekta skuli ákveðin eftir
tekjum sökunauts og eignum, raunverulegri framfærslu-
skyldu og öðrum efnahagsástæðum. Þarhefurframkvæmd-
in orðið sú, að aflað er upplýsinga um meðalárstekjur
sökunauts, og dagsekt að jafnaði tiltekin Mooo hluti af
árstekjunum.
Finnar og Svíar hafa lýst sig ánægða með dagsektafyrir-
komulagið, eins og það er ákveðið í þeirra lögum og fylgt
í framkvæmd. Danir hafa aftur á móti verið'í vafa um
nothæfni sinna reglna. Telja þeir ýmsa annmarka á því
að aðgreina sektarefsingar i dagsektir og beinar peninga-
sektir eftir því, hvort brot varðar við almennu hegningar-
lögin eða önnur lög. Norðmenn hafa hingað til verið ófúsir
til að lögleiða dagsektir hjá sér. Auðsætt er, að í sambandi
við dagsektaákvæðin mun reyna einna mest á það, hvort
unnt er að koma á samræmingu í löggjöf Norðurlanda-
þjóðanna um sektareglurnar.
56
Tímarit lögfræðinga