Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 4

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 4
refsingar, sem eru í því fólgnar, að skert er fjáreign söku- nauts. Þeim er beint að ytri gæðum, sem ekki eru í föst- um tengslum við persónu hins seka. Ef fjáreign er ekki fyrir hendi, verður sektarefsingu ekki við komið, og er þá ekki um annað að gera en að láta eignalausa menn sæta annarri refsingu í hinnar stað, því að ekki kemur til greina, að sekum mönnum sé sleppt við refsingu vegna eignaleys- is. Af þessu leiðir, að þó að lögin séu eftir orðum sínum látin ná jafnt til allra, þá verður það ekki i framkvæmd. Akvæði mn sviptingu eigna i refsiskyni hafa verið í íslenzkum lögum frá fyrstu tíð. Ymis stórbrot voru fyrr- um látin varða upptöku á fé sökunauts, annaðhvort allri fjáreign sökunauts eða hluta hennar. Allar slíkar refsing- ar voru af numdar með tilskipun 24. september 1824, og voru þá i sumum tilvikum aðrar tegundir refsinga látnar koma í stað fjárupptöku. Margs konar brot, einkum þau, sem talin hafa verið minni háttar, hafa fyrr og síðar verið látin varða fésektum, sem á eru lagðar með tiltekinni fjár- hæð hverju sinni, sbr. III. kafla hér á eftir. Hér verða yfirleitt ekki ræddar þær refsiréttarreglur, sem settar hafa verið sameiginlega um refsivist og fésektir, sbr. m. a. II.—IV. og VIII. kafla hegningarlaganna. Hins vegar verður gerð nokkur grein fyrir sérreglum þeim, sem um fésektir gilda og flestar er að finna í 49.—54. gr. hegn- ingarlaganna. Þá eru og sérreglur um sektir í réttarfars- lögum. n. Sektavald. Samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála nr. 82 frá 1961 verður refsivist aðeins ákveðin með dómi, að undan- genginni tryggilegri rannsókn. Þetta er einnig aðalregla um sektarefsingar. I 112. gr. laganna er þó gerð sú mikil- væga undantekning, að dómara er heimilað að afgreiða opinbert mál með dómsátt, þegar brot telst skýlaust sann- að og telja má, að refsing muni ekki fara fram úr sektum, ef dómur gengi um málið. Má þa ákveða sökunaut hæfi- 50 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.