Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 18
naut fésekt auk refsivistar, megi dæma honum að greiða
fésekt, þó að ákvörðun um refsivist eða fullnustu x-efsi-
vistardóms sé frestað. 1 sumum erlendum lögum er al-
rnenn heimild um, að setja megi sem skilyrði fyrir fi-estun
refsivistardóms, að sökunautur greiði tiltekna sekt, jafn-
vel þó að sektarefsing liggi ekki við brotinu, en ekki hefur
slík heimild um skilorðssetningu verið tekin í íslenzk lög.
Loks má nefna ákvæði í 24. gr. laga nr. 82 frá 1961, þar
sem segir, að binda megi niðurfellingu saksóknar því skil-
yrði, að sökunautur greiði tiltekna sekt, ef því er að skipta.
Ekki er liklegt, að í náinni fi'amtið verði neinar veruleg-
ar breytingar á þeim meginstefnum, sem nú er fylgt í lög-
gjöfinni um notkun refsivistar annars vegar og fésekta
hins vegar sem viðiu'laga við bi’otum. Hugsanleg er þó
ýmis konar minni háttar tilfærsla, svo sem að sektai’efs-
ing komi meira til greina en nú er tiðkað í stað varðhalds-
dóma um stuttan tíma. Svo getur og verið, að sum brot,
sem nú varða eingöngu sektum, hvort heldur eftir ahnennu
hegningarlögunum eða öði'urn lögum, verði í framtíðinni
litin alvarlegx’i augum og látin varða refsivist. Má um
slik tilvik nefn? lög nr. 20 frá 1956 um breytingu á 259.
gr. hegningarlaganna, þar sem þyngd er refsing við nytja-
stuldi á bifreiðum og öðrum vélknúnum farartækjum og'
brotin látin varða refsivist i stað þess, að áður vörðuðu
þau aðallega sektum. Þá er og sennilegt, að í náinni fram-
tíð komi það til framkvæmdar, að drykkjusjúkir menn
verði látnir sæta séi’stakri meðferð á hælum meira en nú
er gert, í staðinn fyi’ir síendurteknar og gagnslausar ölv-
unarsektir.
64
Timarit lögfræðinga