Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 47
er það loks einnig gagnrj'nt, að dómar í galdramálum séu ósamkvæmir og tilfæra þeir þar um mörg dæmi. Eins og þegar er fram komið hafði Sigurður lögmaður Björnsson ekki haft afskipti af meðferð máls þessa í hér- aði, heldur hinn lögmaðurinn Magnús Jónsson. En nefnd- ardómararnir voru þeirrar skoðunar og færðu fyrir því mörg og margvísleg rök, að lögmenn ættu að dæma saman hvern alþingisdóm og hefðu alla jafna gert það. Bæru þeir því báðir jafna ábyrgð á þeim dómum, sem upp væru kveðnir i málum, sem til lögmanna og lögréttu væri skotið. Þar sem Magnús Jónsson hefði andazt árið 1693, hlyti Sigurður Bjömsson einn að vera ábyrgur. Þessi skoðun fékk þó ekki framgang í yfirréttinum, en þangað var málinu skotið eins og vænta mátti, og þegar er fram komið. Þar var málinu vísað frá og með þeim rök- stuðningi, að það væri ekki úr umdæmi Sigurðar lögmanns Björnssonar komið. — Lauk þannig galdramáli Ara Páls- sonar. Hitt galdramálið var úr Húnavatnssýslu. Magnús Bene- diktsson hafði verið ákærður fyrir galdra og var hann dæmdur til að hýðast við staur. Segir i Alþingisbók 167833) um mál þetta eftirfarandi: „Nú það viðvíkur máli Magnúsar Benediktssonar og því prófi, sem hér í lögréttu þar um komið hefur, sýnist lög- þingismönnum ei standa á svo lögfullum fótum, að hann skyldi þar eftir bevísanlega sakaður i galdraverkum heita, því í herrans nafni dæma og álykta lögmenn og lögréttu- menn, að fyrrnefndur Magniis Benediktsson straffist með alvarlegri húðlátsrefsingu hér nú strax á öxarárþingi eftir tempran og mati lögmanna beggja á hentugum tíma“. Refsingin var á Magnús lögð „þann 4. júlí i almennilegri lögþingsmanna nærveru“. Þeir Árni og Páll segja.í dómi sínum (Embedsskrivelser Nr. 90), að Alþingisdómurinn votti sjálfur um veikleika 33) Alþb. ísl. VII., bls. 405—406. Tímarit lögfræðinga 93

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.