Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 12

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 12
V. Innheimta sekta. I sektardómum hefur það jafnan verið venja að- veita sökunaut tiltekinn frest til greiðslu sektar. Samkvæmt 1. málsgr. 52. gr. almennra hegningarlaga skal við sektar- ákvörðun tiltaka greiðslufrest, sem ekki má vera lengri en 6 mánuðir. Venjulega er frestur þessi ákveðinn 4 vikur, nema sektin greiðist þegar í stað, sem helzt kemur fyrir við dómsáttir. Fram til ársins 1940 var óheimilt að innheimta sekt með þvingun að greiðslufresti loknum. Ef sökunautur fékkst ekki með góðu til að greiða sekt sína, var ekki unnt að fullnægja sektardómi eftir aðalefni hans, hvernig sem efnahag sökunauts var háttað. Þá varð að beita vararefs- ingunni, og var sökunaut þannig í sjálfsvald sett, hvort hann greiddi sekt eða afplánaði liana. Þetta var auðsær ókostur, með því að tilætlun með sektarrefsingu var þá sem nú að láta óhagræði sökunauts af refsingunni koma niður á fé hans, en ekki frelsi. Þess eru dæmi, að söku- nautar, sem töldu sig hafa verið sektaða samkvæmt rang- látum lögum, kusu heldur afplánun til að mótmæla laga- ákvæðinu á áhrifaríkan hátt og reyna þar með að gera sig að píslai-vottum. A þessu var gerð breyting með 2. og 3. málsgr. 52. gr. hegningarlaganna. Þar er lögreglustjórum falin innheimta sekta, þar á meðal með fjámámi, ef á þarf að halda. Lög- reglustjórum er þó eklci skylt að gera gangskör að þving- aðri innheimtu þegar í stað, að loknum greiðslufresti sam- kvæmt dómsákvörðuninni. Þeim er heimilt að ákveða, að sekt sé greidd með afborgunum, og setja lögin ekki sér- staka fresti í því sambandi. Um innheimtu sektar með fjárnámi gildir að sjálfsögðu hin almenna regla um að undanþiggja aðför tiltekin verð- mæti samlcvæmt reglum aðfararlaga, sbr. lög nr. 18 frá 1932. En auk þess skal sekt ekki fjárnámi heimt, ef lög- reglustjóri álítur, að innheimtan mundi hafa í för með sér tilfinnanlega röskun á högum sökunauts eða manna, sem 58 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.