Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 61
Ipgin 1918 fengu gildi, því að í 7. gr. var svohljóðandi
ákvæði: „Samningar þeir, sem þegar eru gerðir milli
Danmerkur og annarra ríkja og birtir og Island varða,
gilda og þar.“ Hér varð því efni til að gera hreint á
þessu sviði, en það dróst nokkuð úr hömlu. Af hálfu
utanrikisráðuneytisins var þó áður langt liði hafizt
handa um nokkra undirbúningsvinnu og önnuðust hana
m. a. þeir Sveinn Björnsson, síðar forseti íslands, og
Hans G. Andersen ambassador. Hér var um mikið starf
að ræða og gekk hægt, enda verkið í hendi störfum hlað-
inna manna. Verulegur skriður komst á málið er dr.
Helga P. Briem ambassador var falið verkið á árinu
1960, en hann hófst handa vorið 1961.
Hér að framan var getið 7. gr. sambandslaganna. Sam-
kvæmt henni sömdu ísland og Danmörk svo með sér
að samningar, sem ísland vörðuðu og birtir hefðu verið,
skyldu gilda fyrir ísland. Hér var auðvitað verið að
ákveða réttarstöðu íslands og Danmerkur hvors gagn-
vart öðru á þessu sviði, eins og dr. Helgi bendir á i for-
mála. Ekki var þó allt Ijóst og ýmislegt þarf því skýr-
inga við t. d. hvað felst í orðunum „sem Island varða.“
Sama er um orðin „og birtir“. Spurningin er þar t. d.
hvar birtir og hvenær birtir. Gagnvart öðrum ríkjum
var málið í rauninni óleyst. Danmörk hafði óumdeilt
farið með utanríkismál íslands og Island í raun verið
hluti hins danska ríkis. Hvorki ísland né Danmörk gat
því losað Island undan samningum, sem gerðir höfðu
verið við önnur ríki og bindandi voru fvrir danska ríkið.
I því sambandi skar það ekki úr, hvort samningur var
birtur eða ekki. Hvort aðgerðarleysi ríkja, sem fengu
tilkynningu um fullveldisviðurkenninguna skiptir máli
í þessu sambandi verður ekki rætt hér. Þá hlaut það
og að vera skýringaratriði gagnvart öðrum ríkjum
hverjir þeir samningar voru, sem ísland vörðuðu.
Orðalag 7. gr. Sambandsl. kveður á um hverjir samn-
ingar skyldu gilda. Þar var því óleyst mál hverja samn-
Tímarit lögfræðinga
107