Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 35
undir stól, kveða þeir nú ekki eins fast að orði og áður, er þeir sögðu í dómi sínum, að Alþingisbókin vitnaði ber- lega um samning þennan. Gera þeir grein fyrir því, að Jón Hreggviðsson hafi liaft með sér verndarbréf konungs til Islands meðan hann fylgdi málum sinum eftir, en segja síðan: „Hér sýnist sem mönnum hafi brugðið í brún og ískyggi- legt þótt, hvað úr þessu máli verða kynni fyrir hæstarétti, ef þar skyldi sá gengni dómur forsvarast (þ. e. dauðadóm- urinn yfir Jóni Hreggviðssyni). Hvaða consultationes hér hafi verið milli hlutaðeiganda annars vegar í málinu, er ekki ljóst, en það er kunnugt af alþingisbókinni 1686, að Jón Hreggviðsson kom í lögréttu, og voru þar upplesin tvö fyrrsögðu hans verndarbréf. En þeirri Konunglegu stefnu var undir stól stungið. Undir eins gjörðust hér sérleg litaskipti: úr Kóngl.Majts. verndarbréfum, sem til var ætlað, að eigi skyldu lengra ná, en til þess lyki málinu . . . , varð Jóni frelsisbréf til stöðugrar landsvistar, með þeirri condition, að engan mann að fyrra bragði ýfa né áreita skyldi“. Að öðru leyti er itrekað og áréttað það, sem í dóminum sagði. 1 frásögur var það fært, hversu hörð rimma hafi orðið fyrir yfirréttinum milli Páls Vidalíns, sem málið flutti fyrir þá nefndardómara og Sigurðar Sigurðssonar lands- þingsskrifara, sem málið flutti fyrir Sigurð lögmann föð- ur sinn. En auk þess höfðu dómarar (sem voru 24) hinn mesta hávaða í frammi. „Þvílíkur kliður var þar af öllum, að ekki heyrðist manns mál og varð ei neitt distincte talað. Heyrðist glöggt heim að Þingvöllum .... Beyer (land- fógeti) var svo að kalla engan eftirmiðdag ódrukkinn. Einu sinni svo, að hann gat varla upp staðið“, segir Árni um málflutninginn i minnisgreinum, sem hann hefur látið eftir sig.20) 20) Helgafell II. árg., bls. 292—293. Tímcirit lögfræðinga 81

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.