Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Síða 42
1 þinghaldi að Fífustöðum 2. maí 1681 töldust gallar hafa verið á skipan nefndarvottanna í Hvestuþinghaldi 27. ágúst og var úr því bætt þar á þingi. Jafnframt komu fram frekari vitnisburðir gegn Ara. Voru þar aðallega að verki tvenn hjón. önnur hjónin Jón Jónsson og Margrét Bergþórsdóttir sögðust veikleika hafa féngið, er þau neituðu Ara um vist sína, en þau höfðu óður verið hjú hans. Er þess getið, að Margrét hafi fengið stórt áhlaup fyrir þessum dómi. Gegn þessum framburði lagði Ari fram vitnisburði tveggja manna og var annar þeirra sýslumaður, þar sem þeir hafa það eftir Jóni, að hann hafi ekki vitað til neinnar galdrabrúkunar Ara. Auk þess lagði Ari fram handsalaðan vitnisburð áðumefndrar Margrétar Bergþórsdóttur og ann- arrar vinnukonu sinnar, sem gefinn hafði verið að heimili hans, hvar í þær segjast ekki annað til hans vita en frómt og ráðvant til allra athafna. Lýstu nefndarvottar þeir, sem tilkvaddir höfðu verið, að þau Jón og Margrét hefðu sig að sönnu ómyndug gert með þessum tvöföldu vitnisburðum, en vottarnir bæta þvi hins vegar við, að þeim sé kunnugt um, að þau Mar- grét og Jón hefðu veik orðið og K'st því, að sér hefði brugðið við fölun Ara, og kynnu þeir ekki með Ara að sverja þann eið, sem honum hefði verið á hendur sagður með dómi 4. júní 1680. „(Þetta er þeirra grundvöllur eins og' Jón og Margrét hefðu ekki kunnað af annarri orsök veik að verða)“ skjóta þeir nefndardómarar hér inn í. Sóru síðan allir nefndarvottarnir, að eiður væri Ara ósær að þeirra hyggju, og var hann til fanga tekinn. Hin hjónin lögðu fram vitnisburð sinn daginn eftir, 3. maí og voru það Indriði Narfason og Þuríður Jónsdóttir, sem áður höfðu borið vitni, ítrekuðu þau nú framburði sína um veikleika Þuríðar og leiddu til nokkra votta. Taldi Indriði það til stuðnings framburði þeirra, að áður en hann giftist Þuríði, hefði hann falað til vistar hjá sér Margréti Bergþórsdóttur, sem áður var nefnd og var nú 88 Tímarit lögfræðinga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.