Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Side 11
Rafni Oddssyni og Þorvarði Þórarinssyni allt lsland til stjórnar undir hans valdi. x) Jón Sigurðsson telur, að þeir hafi skipt með sér héruðum þannig, að Þorvarður hafi haft Sunnlendingafjórðung og Austfirðinga, en Rafn Vest- firðingafjórðung og Norðlendinga. Hafa þeir þá að líkind- um einir haft konungssýslu á Islandi um skeið. Þess er enn getið í Hólaannálum 1364, að þá hafi Þorsteinn bóndi Eyjólfsson haft sýslu um hálft landið, Sunnlendingafjórð- ung og Austfirðinga og Ölafur Pétursson hafi haft sýslu í Nnorðlendingafjórðungi og Vestfirðinga.1 2) Stundum hafði sami sýslumaður fleiri sýslur en eina í senn. 1 Árna sögu biskups segir frá því, að Þorvarður Þórarinsson hafi tekið sýslu fyrir sunnan heiðar.3) Þetta mun hafa verið sumarið 1276 og sat hann fju-st í Odda og síðan á Keldum á Rangárvöllum. Jón Sigurðsson segir að svo sýnist, sem hann hafi þá haft Arnesþing og Rangár- þing til yfirsóknar og líklega Múlaþing að auki.4) Sama sýslumanni er veitt Snæfellsnessýsla og Isafjarðarsýsla á árinu 1558.5 6) Sennilega hafði Jón biskup Arason sýslu- völd i Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslum á árunum 1525 —1527.«) Þegar kemur fram á síðari hluta 17. aldar eru sýslu'- menn samtals orðnir yfir 20 í landinu, jafnvel 24.7) Hin um fornu þingum eða sýslum hefur þá verið skipt meira eða minna í smærri sýslur. Af framanski-áðu virðist mega ráða það, að framan af Jónsbókartímabilinu hafi umdæmi sýslumanna verið nokkuð á reiki. Á seinni hluta tímabilsins, um miðja 1) í F. I, 664. 2) J. S. Lögsögumannatal og lögmanna, bls. 67. 3) Biskupasögur G. J. I, 324. 4) í. F. I, 664. 5) í. F. XIII, 316. 6) í. F. IX, 266—268, 382 og 427. Sbr. og Páll E. Ólason: Menn og menntir I, 185—186. 7) Sjá t. d. A. í. VII, 401—402, 441, VIII, 57—58. Tímcirit lögfræðinga 5

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.