Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 14
Þó að konungur hafi falið öðruni veitingavaldið eins og nú var lýst, er þó víst, að liann veitti stundum sjálfur sýslur á því tímahili, sem ætla má, að hirðstjórar hafi yfirleitt hafl þetta veitingavald. Árið 1459 veitti konung- ur t. d. Hólabiskupi Skagafjarðarsýslu tii 10 ára, sem lén.J) Nokkrum sinnum veitti konungur lögmönnum sýslur, sem lén í lögmannskaup. Þannig fékk t. d. Ormur Sturluson veitingu fyrir Húnavatnssýslu árið 1553 1 2), Egg- ert Hannesson veitingu fyrir Ániessýslu árið 1554 3) og aftur veitingu fyrir Barðastrandarsýslu árið 1560 4), Orm- ur Sturluson veitingu fyrir Barðastrandarsýslu áriðl568 5 6) og Ari Jónsson lögmaður veitingu fyrir Húnavatnssýslu árið 1530. G) 1 flestum skipunarbréfum sýslumanna, sem íslenzkt l'ornbréfasafn hefur að geyma frá 15. og 16. öld, segir, að sýslumaður haldi umboði eða sýslu konungs til næsta öxarárþings, ef ekki verði önnur skipun á gerð. 7 8) 1 öðr- um bréfum segir aðeins, að sýslumaður haldi umboði eða sýslu konungs til næsta öxarárþings.s) Áður var getið skipunarbréfs konungs til handa Ölafi hiskupi á Hólum, en hann fékk veitingu Skagafjarðarsýslu, eða sýsluna að léni til 10 ára. 9) 1 einu skipunarbréfi segir, að sýslumaður haldi sýslu i næstu 3 ár og það lengur, sem eigi er önnur lögleg skipan á gerð,10) öxarárþings ekki getið. 1 nokkr- um skipunarbréfum er fyrirvarinn um öxarárþing ekki 1) í. F. V, 201 og 551. 2) Jón Sigurðsson: Lögsögumannatal og lögmanna, bls. 209—210. 3) Sama rit, bls. 211—212. 4) Sama rit, bls. 214. 5) Sama rit, bls. 215—216. 6) í. F. IX, 522—523. 7) í. F. VI, 448, 546, VIII, 154, 298, VII, 644, IX, 494, 740, X, 75. 8) í. F. VIII, 275, 833, X, 450, IX, 708:. 9) í. F. V, 201. 10) í. F. VII, 697. 8 Tímarit lögfrœðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.