Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 16
núnari afskipti af skipun sýslumanna en virðist hafa
tíðkast líklega um þriggja alda skeið. 1 instruction for
amtmanden frá 1688, er amtmanni fyrirskipað að til-
kvnna konungi um veraldleg embætti, sem laus verða,
svo að hann geti haft íhlutun um skipun þeirra.a) Af
kæru yfir sýslumanni 1596 má sjá, að sá sýslumaður hefur
verið skipaður af konungi og í kæru þessari er höfuðsmað-
ur beðinn að hlutast til um það við konung, að hann
skikki annan fróman, guðhræddan og „forstandig“ sýslu-
mann.1 2) 1 bréfi til amtmanns frá 1704 biður konung-
ur um tillögu um skipun sýslumanns.3) 1 Rentekam-
merets instruction for Landfogden i Island frá 1717 er
gert ráð fyrir tillögum landfógetans um skipun sýslu-
manna.4) I Instruction for amtmanden frá 1718, er amt-
manni fvrirskipað að setja þá sýslumenn frá um stundar-
sakir, sem ekki rækja stöður sínar forsvaranlega og til-
kynna konungi strax, til nánari ákvörðunar hans.5 6) I
sama bréfi er beðið um tillögur amtmanns um skipun í
lausar stöður. °) I Instruction for Stiftbefalingsmanden
frá 1720 er einnig gert ráð fyrir tillögu til konungs um
skipun sýslumanna. 7 * 9) Árið 1711 staðfestir konungur veit-
ingu sýslumanns í Múlasýslu, sem hann hafði fengið til
bráðabirgða af umboðsmanni amtsmanns og gegnt em-
bættinu frá því á árinu 1709.s) Konungur veitti sýslu-
mannsembættið í Rangárvallasýslu, svo sem sést af kon-
ungsbréfi frá 1712°) og á árinu 1724 veitir konungur
Arnesssýlu. 10)
1) Lovs. f. Isl. I, 478.
2) A. í. III, 89.
3) Lovs. f. Isl. I, 601 og A. í. IX, 250.
4) Lovs. f. Isl. I, 723.
5) Lovs. f. Isl. I, 740.
6) Lovs. f. Isl. I, 741.
7) Lovs. f. Isl. I, 783.
8.) Lovs. f. Isl. I, 678.
9) Lovs. f. Isl. I, 686, sbr. I, 694.
10) Lovs. f. Isl. II, 46.
10
Tímarit lögfrœðinga