Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 21
lög og rétt. 7) Svo er að sjá, að 1694 hafi sýslumanni verið vikið frá vegna vangreiddrar afgiftar af Eyjafjarð- arsýslu.1 2) 1 konungsbréfi frá 1662 segir t. d., að það varði sýslumenn embættismissi og refsingu, ef þeir fylgdu ekki stranglega fyrirmælum konungs um bann við útflutningi fálka.3) Samkvæmt Alþingisdómi og samþykkt frá 1596 varðaði það embættismissi, ef sýslumenn héldu ekki Pin- ingsdóm i öllum sínum greinum.4) Þá gátu sýslumenn að sjálfsögðu sagt af sér embættum. Sem dæmi þess má nefna afsögn Ara Jónssonar árið 1541; 5 6 7 8) annar sýslumaður segir af sér embætti árið 1690 vegna aðskiljanlegra orsaka, °) og sýslumaður, sem virð- ist hafa lent í klandri árið 1693, segir af sér embætti.7) Dr. Páll Eggert Ólason telur, að sýslur hafi ekki verið veittar ævilangt, heldur oft um tiltekinn tíma, t. d. um þriggja ára bil, eða þann tíma t. d. sem sá var hirðstjóri hér, er sýsluna veitti. 8) Af framanrituðu virðist mega ráða, að engin föst regla hafi verið um embættistímann. Líklegast hafa sýslur oft verið veittar um óákveðinn tíma, og stundum til lífs- tíðar. C. Störf sýslumanna. Hér verður greint á milli starfanna þannig, að annars vegar verður fjallað um þau störf, sem eru annars eðlis en störf sýslumanna nú á dögum (I) og hins vegar þau störf, sem líkja má við þau störf, sem sýslumenn annast nú (II). 1) í. F. IX, 46. 2) A. í. VIII, 467. 3) Lovs f. Isl. I, 268. 4) A. í. III, 72. 5) í. F. X, 627. 6) A. f. VIII, 280. 7) A. í. VIII, 414. 8) Páll E. Ólason: Menn og menntir, II, 23. Tímarit lög[rccðinga 15

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.