Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 23

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 23
embættismissi.x) A Alþingi árið 1661 var áréttaðnr úr- skurður lögmanna frá 1637, sem áður er getið.2) Á Al- þingi árið 1678 er fjallað um brot sýslumanna á þeirri skyldu að koma til þings,3) en þá voru mættir 13 sýslu- menn, en 11 komu ekki. Skylda sýslumanna til að sækja þingið var áréttuð árið 1680,4) á árinu 1682,5) á árinu 1685°) og enn árið 1688. 7) Fjarvistir sýslumanna á Al- þingi voru á dagskrá 1698 og þá taldar lagabrot og sektir við lagðar.8) Sama var 1705.f') Dómur gekk 1709 um þingvíti á hendur sýslumönnum, sem ekki höfðu komið til Alþingis. 10) Nokkuð víða er þeirra sýslumanna getið í Al- þingisbókum, sem komu til þings og ennfremur þeirra, sem ekki komu.1 11) Þó að sýslumenn hafi verið skyldugir til að sækja þingið við öxará, hefur stundum orðið mis- brestur á því, að þeir sæktu þingið, svo sem raunarmáráða af framanskráðu. Þess er t, d. getið, að á Alþingi árið 1661 hafi átta sýslumenn verið ókomnir til þingsins. Þar af virðast þrír hafa haft forföll, en aðrir þrír af þessum átta, höfðu heldur ekki komið til þings árið áður. 12) I álykt- un amtmanns og lögmanna á Alþingi árið 1695 segir m. a., að sýslumenn, Iögréttumenn og sérhverjir aðrir, sem i lögréttu hafa nokkrar sakir fram að færa, eða nokkrum málum eða lagasóknum gegna eiga, séu komnir til Alþing- is fvrir Péturs og Pálsmessu. 13) Þessi ályktun var gerð að 1) A. í. VI, 276.- 2) A. í. VI, 670. 3) A. í. VII, 402—403. 4) A. í. VII, 494. 5) A. f. VII, 596. 6) A. f. VIII, 95. 7) A. f. VIII, 207. 8) A. í. IX, 49. 9) A. í. IX, 353. 10) A. í. IX, 514—515. 11) Sjá t. d. A. í. VI, 244, VII, 55, VIII, 104. 12) A. f. VI, 644. 13) Lovs. f. Isl. I, 520. Tímarit lögfræðinga 17

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.