Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Side 27
Þá áttu sýslumenn að vara menn við því að taka lands- hornaflakkara í byggðir til sin, sem líklegir væru til marg- víslegra óknytta þ. á, m. að hlaupa á brott með húsfreyj- um manna og frændkonum. 1 formálabók Jóns lögmanns Jónssonar frá árabilinu 1573—1606 sést, að sýslumenn hafa við uppsögn Alþingis verið minntir á skyldu þeirra að halda leiðarþingin svo sem ákveðið var í Jónsbók.J ) Sama sést af Alþingisuppsögn Gísla lögmanns Hákonar- sonar árið 1615. -) 1 forsögnum er formáli um hversu leið- arþing skuli fram fara.1 2 3) Sýslumenn kvöddu menn stund- um í dóma á leiðarþingum og dómar gengu þar stundum um mál manna.4) Máli var vísað til úrslita á leiðarþingi ár- ið 1600.5 6) Sýslumenn áttu á leiðarþingum að hlutast til um úthlutun guðsölmusu til húsgang'sfólks samkvæmt Al- þingisdómi frá 1591. °) II. Störf, sem líkjast störfum sýslumanna nú á tímum. Þau störf sýslumanna á þessu tímabili, sem telja má lík þeim störfum, sem þeir gegna nú á tímum, má aðgreina í fjóra flokka. Fyrst verða hér rakin störf, sem lelja má til löggæzlustarfa (1.) Þar næst verður fjallað um störf, sem helzt mætti tengja dómsstörfum (2.) Þá verður getið ýmissa fésýslustarfa svo sem innheimtustarfa (3.) Loks verður getið annarra starfa sýslumanna á þessu tíma- l)ili (4.). 1. Löggæzlustörf. Störf sýslumanna, sem ákvæði er um í Jónsbók, önn- ur en þau, sem um er getið í I. hér að framan, má flest 1) A. í. I, 206. 2) A. í. IV, 28.1. 3) A. í. I, 15—20. 4) Sjá t. d. A. í. II, 55, III, 177 og í. F. VIII, 510 og XIII, 754. 5) A. í. III, 182. 6) A. í. II, 223. Tímarit lögfrœðincja 21

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.