Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 38
ir skyldu sýslumanns um að framkvæma refsingu. 7) 1 áð- urnefndu hirðstjórabréfi um kirkjusóknir og fleira frá 1576 er sýslumönnum fyrirskipað að fylgjast með helgi- dagabrotum og refsa fyrir þau samkvæmt lögum.1 2) 1 Al- þingisdómi frá 1290, sem einnig hefur áður verið nefndur, er þeim körlum og konum, sem ekki vildu vinna, dæmd sjö keyrishögg af sýslumanni.3) Þessi dómur er áréttaður með Alþingisdómi frá 1531.4) 1 Alþingisdómi frá 1533 er duggarasigling skipuð burt undan landinu, því að þeir ræni bæði fólki og fé, og lagt fyrir sýslumenn og fleiri, að ])eim verði réttilega refsað.5 6 7) Samkvæmt dómi, sem dæmdur var á Austfjörðum árið 1559, var hreppstjórum og sýslumönnum, með vitorði dáindismanna, gert að leggja 6 keyrishögga refsingu og mark að auki á þá, sem ekki vildu vinna og til eru færir.G) Samkvæmt frásögn Skarðsárannáls frá árinu 1602 var maður tekinn af á Alþingi.7) I frásögn þessari voru yfir- völdin áminnt um að hafa örugga menn, sem annastskyldu aftöku manna. Til fróðleiks fj'lgir hér frásögn Skarðsár- annáls, en hún er svohljóðandi: Anno 1602 tekinn af á Alþingi Björn Þorleifsson fyrir kvennamál og svall. Fékk góða iðran. Biskupinn, herra Oddur, áminnti hann sjálfur. Hann kvaddi menn með handabandi, áður sig niðurlagði á höggstokkinn,, og bauð svo öllum góða nótt. Var hann með öllu óbundinn. Jón höðull er höggva skyldi, var þá orðinn gamall og slæmur og krassaði í höggunum, en Björn lá kyrr á grúfu, og þá sex högg voru komin, leit Björn við og mælti: „Höggðu betur maður.“ Lá hann svo grafkyrr en sá slæmi skálkur 1) A. í. II, 255, 258. 2) A. í. I, 329. 3) í. F. II, 270. 4) í. F. IX, 580. 5) í. F. IX, 670. 6) í. F. XIII, 449. 7) A. í. III, 229. 32 Timcirit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.