Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 44

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 44
sýslumenn liafi eftirlit með flutningi fátækra frá einum stað til annars innan sýslunnar samkvæmt lögum lands- ins. *) Samkvæmt dómum frá 1565 og 1582 skyldi hver sýslumaður flytja vanfært fók með góðri aðgætni frá sér eftir boðburði og svo hýsa á bverju byggðu bóli og gefa mat eftir því sem hver hefur efni til og svo er vitnað tii landslagabókar.1 2) 1 Alþingisdómi frá 1604 er talað um förumannaflutning með sýslumannsins ráði. 3) A Alþingi árið 1684 var fjallað um sveitarloks vistarfar og m. a. svo fyrir mælt, að sýslumenn og hreppstjórar hafi eftirlit með því að hjú megi til fæðis og fatnaðar sæmilega haldið vera..4) Á árinu 1709 kom fyrir Lögréttu dómur sýslu- manns um framfærslu ómaga. 5 6) Með Alþingisdómi frá 1591 var sýslumönnum hoðið á leiðarþingum að til segja próföstum, prestum og hreppstjórum, að þeir veldu menn, sem þeir teldu sannar ölmususkepnur vera.G) Samkvæmt réttarhót konungs frá 1294 var hændum skylt að gera vegu færa um þver héruð og endilöng, þar sem mestur er almannavegur eftir ráði sýslumanna og lögmanna. Á öarárþingi árið 1671 var sýslumanni falið að hlutast til um, að komið verði á ferjuhaldi á Ferju- bakka við Hvítá i Borgarfirði fyrir hillegan ferjutoll, sem ákveðinn verði af tilnefndum mönnum.7) Árið 1672 var á öxarárþingi fjallað um hrúarsmíði á Jökulsá á Dal. Sýslumaður í Múlaþingi hafði lagt í kostnað við brúar- gerð á ánni og spurðist fyrir um hvar hann skyldi upplæra j)ann kostnað. Andsvar lögmanna og lögréttumanna var á þá lund, að kostnaðurinn skyldi greiðast af innhyggjur- 1) Lovsamling for Island, I, 74. 2) A. í. II, bls. 14—15. 3) A. í. III, 321. 4) A. í. VIII, bls. 10—11. 5) A. í. IX, 523. 6) A. í. II, 223. 7) A. í. VII, 230—231. 38 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.