Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Side 49

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Side 49
andi Vicelögmaður kóngsins, sem bauð sjötíu ríkisdali í i'estu. Enginn bauð í Isafjarðarsýslu. 1) A árinu 1727 var Eyjafjarðarsýsla boðin upp og bauð þá aðeins einn í sýsl- una. Landfógeti afhenti honum sýsluna með samþykki amtmanns. Hins vegar mælti amtmaður með öðrum manni og konungur veitti þeirii manni sýsluna. 2) I bréfi rentukammersins frá 1728 er talað um afgjald sýslumanna fvrir sýslur, sem ekki hafi verið greitt skilvislega. Er lagt fyrir amtmann að tilkynna, að ef afgjald er ekki skilvís- lega greitt, liafi sýslumaður brotið samning og að sýslan verði þá boðin upp á ný.3) Þegar sýslúr voru þannig boðnar upp hefur sennilega verið um lén að ræða. Sýslumenn iiafa þá líklega notið vel- flestra tekna af sýslunum en goldið konungi uppboðsand- virðið árlega'. Það er ekki auðvelt nú að gera sér grein fyrir því, hverjar tekjur sýslumanna hafa verið á þessu tímabili. Þær hafa áreiðanlega verið mjög misjafnar eftir sýslum. Sumar sýslur hafa gefið góðar tekjur, t. d. þær sem fjöl- mennar voru. Aðrar sýslur hafa gefið minni tekjur og sumar mjög litlar, sbr. t. d. það að enginn bauð í Isa- fjarðarsýslu þegar hún var booin upp á Alþingi eins og áður er getið. Tekjurnar hafa líka verið misjafnlega mikl- ar eftir árferði í lrinum ýmsu landshlutum. Yfirleitt verð- ur þó að telja, að'allverulegar tekjur hafi verið af sýslu- mennskunni. 1 því efni má minna á það, að sýslur voru veittar upp í lögmannskaup, svo sem áður er getið. E. Lokaorð. Fróðlegt er að bera saman þau störf sýslumanna, eink-. um þau slörf þeirra, sem voru annars eðlis en störf sýslu- 1) A. í. IX, 576. 2) Lovsamling for Island, II, 64. 3) Lovsamling for Island, II, 8,7—88. Timarit lögfrœðinga 43

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.