Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 50
manna nú á dögum, og störf hinna fornu goða á lýðveldis- timanum. Kemur þá í Ijós, að ýmislegt er sameiginlegt störfum beggja. Skyldan til þess að sækja öxarárþingið var báðum sameiginleg. Goðar kvöddu menn til Alþingis- reiðar og sýslumenn skipuðu nefndarmenn, sem skyldir voru að koma til Alþingis. Goðarnir áttu sæti í Iögréttu og nefndu með sér tvo menn hver til setu þar. Sumir telja að goðarnir hafi samkvæmt Clfljótslögum ekki átt sæti i lögréttu, heldur hafi goðarnir útnefnt menn í lögréttu. Eins og áður segir áttu lögmenn og sýslumenn að nefna menn til setu í lögréttu og sennilega voru sýslumenn stundum meðal þeirra, sem sæti áttu þar. Störf goðanna á leiðarþingum virðast hafa verið hin sömu og störf sýslu- manna þar. Störfin á vorþingum voru í flestum greinum hin sömu og störf sýslumanna á manntalsþingum. Loks má geta þess, að goðar nefndu menn í dóma eins og sjrslu- menn gerðu. Það eru einkum þrjú atriði, sem aðgreina goðana frá sýslumönnum. I fyrsta lagi hevrði til starfa goðanna, að annast um hin fornu hof. Sýslumenn munu ekki hafa haft hliðstæð störf með höndum. I öðru lagi voru goðorðin ekki staðbundin með sama hætti og sýslurnar urðu síðar. 1 þriðja lagi giltu aðrar reglur um skipun sýslumanna en goða. Sambandið milli sýslumanna og goða er þó máske aug- ljósast af ákvæði Gamla sáttmála um það, að sýslumenn skjddu vera af ættum goðanna. Svo virðist, að með sanni megi segja, að sýslumenn hafi verið arftakar goðanna. Það má því til sanns vegar færa, að sýslumannsembættið hafi verið ein elzta stofnunin í hinu íslenzka þjóðfélagi. 4-1 Tímaril lugfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.