Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 63
FRÁ BÆJARÞIMGI REYKJAVÍKLR
Nokkrir dómar frá árunum 1957—1963
Hér er um að ræða framhald af safni dóma Bæjar-
þings Reykjavíkur, er birtist í síðasta hefti. Val dóm-
anna hafa sömu menn annast þeir fulltrúarnir Björn
Friðfinnsson og Stefán Már Stefánsson.
D. Fjármunaréttur.
Endurkrafan um afgreidd vinnulaun synjaíi.
Málavextir í máli þessu voru þeir, að stefnandi vann
við hitalögn í húsi stefnanda að Rauðalæk 33 hér í borg.
Nam launakrafa hans samtals kr. 9.864.55 og greiddi
stefnandi þá fjárhæð.
'Stefnanda þótti þessi launakrafa stefnda nokkuð há og
fékk hann dómkvadda matsmenn til að meta verk stefnda
til fjárverðmætis. Matsmenn mátu verkið á kr. 9.400.00.
Höfðaði stefnandi málið til endurgreiðslu á þeim mís-
mun, sem er á matsfjárhæðinni og fjárkröfu stefnda, eða
kr. 464.55 að viðbættum kostnaði við matsgjörð kr.
1.067.00.
Studdi stefnandi þessa kröfu sína þeim rökum, að fjár-
krafa stefnda fyrir hitalögnina hafi verið bersýnilega
ósanngjörn. Því var ekki haldið fram í málinu, að verk
stefnda hafi átt að greiðast samkvæmt mati. Og þegar
virt var, að hve óverulegum hluta fjárkrafa stefnda var
hærri en matsfjárhæðin var ekki fallizt á þau rök stefn-
anda, að krafa stefnda fyrir verk hans hafi verið ósann-
gjörn. Var stefndi því sýknaður en málskostnaður niður-
felldur.
Dómur Bþ. R. 24. júní 1958.
Fasteignasala. — Sölulaun.
I gaf nokkrum fasteignasölum hér í borg kost á að
Timarit lugfrœðinga
57