Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 64

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 64
selja íbúðir í sambýlishúsi, sem hann hafði í smiðum. Voru það fimm herbergja íbúðir. Einnig gaf hann héraðs- dómslögmanninum H kost á að selja íbúðirnar. H aug- lýsti síðan íbúðirnar. G kom í skrifstofu H til að spyrj- ast fyrir um ibúð. Sá hann þá teikningu af íbúð í húsi og fékk upplýsingar um þær. Einnig fékk hann upplýs- ingar um aðrar íbúðir hjá H og mun hafa skoðað eina þeirra. Ekki varð úr kaupum, enda kvaðst G vera að leita að fjögurra herbergja ibúð. I kvaðst hafa tilkynna H að hann tæki sölu íbúðanna i eigin hendur, er íbúðirnar höfðu verið til sölu hjá H í um einn og hálfan mánuð og engin hafði selst. I auglýsti slðan íbúðimar sjálfur. G sá íbúðirnar auglýstar. Fór hann og skoðaði íbúðirn- ar og ræddi við mann, sem var á staðnum og gaf upp- lýsingar. G taldi nú eina af íbúðunum geta hentað sér, en það taldi hann sig ekki hafa getað séð á teikningu þeirri, sem hann sá hjá H. 1 framhaldi af þessu ræddi G við I og komust á kaup um íbúð þessa, en ekki var H látinn ganga frá þeim. H höfðaði mál á hendur I til heimtu sölulauna. H var ekki talinn eiga rétt á sölu- launum og ekki var hann heldur talinn hafa átt slikan þátt í sölu íbúðarinnar, að hann ætti rétt á þóknun úr hendi I. — 1 máli þessu krafði H I einnig um kostnað af sérauglýsingu í sambandi við sölutilraunir hans. I hélt því fram, að hann hefði tekið skýrt fram við H, að hann vildi ekki að ibúðirnar væru auglýstar á sinn kostnað. Var I einnig sýknaður af þessari kröfu. Dómur Bþ. R. 24 október 1962. Fasteignasala. — Sölulaun. I gaf nokkrum fasteignasölum hér í borg kost á að selja íbúðir í sambýlishúsi sem hann hafði í smíðum. Einnig gaf I héraðsdómslögmanninum H kost á að selja íhúðirnar. H auglýsti nú íbúðirnar. ö spurðist nú fyrir um ibúðir hjá H. Sagði hann ö frá ibúðum I. Einnig fór H með ö og eiginkonu hans og sýndi þeim íbúðirn- 58 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.