Ægir - 01.09.1994, Page 37
Snefilefnadeildin lítur einnig eftir aöskotaefnum sjálfrar
náttúrunnar. Þar er átt viö efni af náttúrulegum toga sem
geta veriö hættuleg en ýmsar tegundir þörunga sem geta
framleitt eitur sem safnast í skelfisk.
„Allar þær tegundir sem geta framleitt eitur finnast viö
ísland þó afar sjaldan hafi stafaö hætta af þeim. Kemur þaö
m.a. til af því hve lítiö íslendingar hafa nýtt skelfisk. Þó
hefur þessa aðeins orðið vart í kræklingi og dæmi eru um
þörungaeitur í hörpudiski sem stöðvaði farm af íslenskum
hörpudiski í Danmörku. Var eitrið aö finna í hrogna- og
sviljasekkjum hörpudisksins. Þess vegna höfum viö tekið
upp kerfisbundið eftirlit meö slíkrum efnum og tengist það
eftirliti á kúfiskmiðum vegna væntanlegra veiða."
Guðjón Atli telur að framtíðarverkefni snefilefnadeildar
verði í auknum mæli eftirlit með hvers konar mengun í ís-
lenskri náttúru. Auknar kröfur kaupenda, aukin meðvitund
almennings og aukin sókn í áður lítt nýttar tegundir á
grunnslóð knýja á um þetta.
Guðjón Atli telur að fjármögnun starfseminnar sé orðin
meö þeim hætti að vafasamt verði að teljast.
„Við erum það háðir tekjum frá ýmsum sölusamtökum
og þeim sem við vinnum fyrir að það er á mörkunum, að
mínu mati, aö við getum talist óháð opinber stofnun eins
og slíkt er venjulega skilgreint."
Hinar ýmsu deildir Rf. hafa vökult auga meö íslensku lífríki
og afurðum sem þaðan koma.
VIÐ SENDUM RANNSÓKNASTOFNUN FISKIÐNAÐARINS
17 Ly
í TILEFNI AF 60 ÁRA STARFSAFMÆLI
RANNSÓKNASTOFNUN
FISKIÐNAÐARINS
varó sjálfstæð stofnun með
lögum frá árinu 1965, en
hafði áður verið starfrækt
sem rannsóknastofa
Fiskifélags íslands
frá árinu 1934.
91
27969
FISKIFÉLAG ÍSLANDS
Höfn Ingólfsstraeti I Pósthólf 820 121 Reykjavík Sími 91 10500 Bréfsími
ÆGIR SEPTEMBER 1994 37