Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 17
legt er að fá alla dómsmeðferðina endurtekna fyrir landshlutadómstólunum en meðferðin fyrir hæstarétti er eingöngu miðuð við endurskoðun dóma lands- hlutadómstólanna. (Takmarkanir gilda þó um aðgang til að koma að nýjum kröfum og málsástæðum fyrir báðum þessum dómstigum). Segja má að hlut- verk hæstaréttar í þessum ríkjum sé aðallega miðað við að fá samræmi í lagatúlkun og réttarframkvæmd en miklu síður við rétt einstaklingsins til að fá meðferð málsins endurtekna. Meiri áhersla er hins vegar lögð á endurskoð- unarréttinn við skipulagningu landshlutadómstólanna. V. UM HÆSTARÉTT ÍSLANDS SÉRSTAKLEGA Hæstiréttur íslands er í ýmsu tilliti nokkurs konar sambland af landshluta- dómstól og hæstarétti í öðrum norrænum ríkjum. Til skamms tíma fór hann jafnvel á nokkum hátt einnig með hlutverk héraðsdómstóls ef útivist hafði orðið hjá stefnda í héraði. Hann var stofnaður upp úr Landsyfirréttinum, sem miðaður var við landsréttina í Danmörku eins og þeir voru þá. Helsta breyt- ingin var sú að dómum hans varð ekki lengur skotið til Hæstaréttar Dan- merkur og nafninu var breytt. Hæstiréttur íslands hafði fram til breytinga á málsmeðferðarreglum hans, sem gengu í gildi 1. júlí 1994, heimild til að dæma mál í heild sinni eins og landshlutadómstólar hinna ríkjanna. Það mátti endurtaka alla meðferð máls fyrir honum, enda þótt það væri í raun aldrei gert. Nokkuð skiptar skoðanir voru um það hversu mörgum nýjum atriðum mátti hleypa að í Hæstarétti, en erfitt er að neita því að fyrir hafi komið að mál væru þar dæmd á nýjum grunni, og í andstöðu við þá reglu að kröfur og málsástæður eigi að koma fram þegar í upphafi máls eða svo fljótt sem verða má. Þessi regla hefur átt stoð í 45. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt íslands, en hefur nú verið tekin upp í 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 17. gr. laga nr. 38/1994. Orðalagi ákvæðisins hefur ekki verið breytt að ráði, en í greinargerð er kveðið á um það að skýra eigi heimildina til að koma að nýjum kröfum og málsástæðum í Hæstarétti þröngt. Samkvæmt 4. mgr. 159. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 19. gr. laga nr. 37/1994 getur Hæstiréttur ekki endurskoðað mat á sönnunar- gildi munnlegs framburðar fyrir héraðsdómi svo sem að framan er frá skýrt. Þetta skýrist af því að dómarar réttarins hafa ekki séð aðila og vitni og ekki sjálfir hlýtt á framburðinn, en samkvæmt grunnreglum réttarfars á rétturinn ekki að byggja dóm sinn á öðru en því sem fært er fram fyrir hann. Segja má því að Hæstiréttur íslands sé að sumu leyti uppbyggður sem lands- hlutadómstólar hinna ríkjanna, en hann starfar að mörgu leyti líkar hæstarétti þeirra. Sérstaklega er það þriggja dómara deild réttarins og hlutverk hennar sem minnir á landshlutadómstólana. Nýjustu breytingar á málsmeðferð fyrir dóminum ættu að færa hann nær æðstu dómstólum hinna ríkjanna. Talið var að þar sem mjög hafði verið hlúð að héraðsdómstiginu með breyttri dóm- stólaskipun, sem gildi tók í júlí 1992, væri kominn tími til að auka vægi þess hlutverks Hæstaréttar sem lýtur að samræmingu lagatúlkunar og réttarfram- 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.