Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 17
legt er að fá alla dómsmeðferðina endurtekna fyrir landshlutadómstólunum en
meðferðin fyrir hæstarétti er eingöngu miðuð við endurskoðun dóma lands-
hlutadómstólanna. (Takmarkanir gilda þó um aðgang til að koma að nýjum
kröfum og málsástæðum fyrir báðum þessum dómstigum). Segja má að hlut-
verk hæstaréttar í þessum ríkjum sé aðallega miðað við að fá samræmi í
lagatúlkun og réttarframkvæmd en miklu síður við rétt einstaklingsins til að
fá meðferð málsins endurtekna. Meiri áhersla er hins vegar lögð á endurskoð-
unarréttinn við skipulagningu landshlutadómstólanna.
V. UM HÆSTARÉTT ÍSLANDS SÉRSTAKLEGA
Hæstiréttur íslands er í ýmsu tilliti nokkurs konar sambland af landshluta-
dómstól og hæstarétti í öðrum norrænum ríkjum. Til skamms tíma fór hann
jafnvel á nokkum hátt einnig með hlutverk héraðsdómstóls ef útivist hafði
orðið hjá stefnda í héraði. Hann var stofnaður upp úr Landsyfirréttinum, sem
miðaður var við landsréttina í Danmörku eins og þeir voru þá. Helsta breyt-
ingin var sú að dómum hans varð ekki lengur skotið til Hæstaréttar Dan-
merkur og nafninu var breytt. Hæstiréttur íslands hafði fram til breytinga á
málsmeðferðarreglum hans, sem gengu í gildi 1. júlí 1994, heimild til að
dæma mál í heild sinni eins og landshlutadómstólar hinna ríkjanna. Það mátti
endurtaka alla meðferð máls fyrir honum, enda þótt það væri í raun aldrei
gert. Nokkuð skiptar skoðanir voru um það hversu mörgum nýjum atriðum
mátti hleypa að í Hæstarétti, en erfitt er að neita því að fyrir hafi komið að
mál væru þar dæmd á nýjum grunni, og í andstöðu við þá reglu að kröfur og
málsástæður eigi að koma fram þegar í upphafi máls eða svo fljótt sem verða
má. Þessi regla hefur átt stoð í 45. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt íslands,
en hefur nú verið tekin upp í 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð
einkamála, sbr. 2. mgr. 17. gr. laga nr. 38/1994. Orðalagi ákvæðisins hefur
ekki verið breytt að ráði, en í greinargerð er kveðið á um það að skýra eigi
heimildina til að koma að nýjum kröfum og málsástæðum í Hæstarétti þröngt.
Samkvæmt 4. mgr. 159. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr.
19. gr. laga nr. 37/1994 getur Hæstiréttur ekki endurskoðað mat á sönnunar-
gildi munnlegs framburðar fyrir héraðsdómi svo sem að framan er frá skýrt.
Þetta skýrist af því að dómarar réttarins hafa ekki séð aðila og vitni og ekki
sjálfir hlýtt á framburðinn, en samkvæmt grunnreglum réttarfars á rétturinn
ekki að byggja dóm sinn á öðru en því sem fært er fram fyrir hann.
Segja má því að Hæstiréttur íslands sé að sumu leyti uppbyggður sem lands-
hlutadómstólar hinna ríkjanna, en hann starfar að mörgu leyti líkar hæstarétti
þeirra. Sérstaklega er það þriggja dómara deild réttarins og hlutverk hennar
sem minnir á landshlutadómstólana. Nýjustu breytingar á málsmeðferð fyrir
dóminum ættu að færa hann nær æðstu dómstólum hinna ríkjanna. Talið var
að þar sem mjög hafði verið hlúð að héraðsdómstiginu með breyttri dóm-
stólaskipun, sem gildi tók í júlí 1992, væri kominn tími til að auka vægi þess
hlutverks Hæstaréttar sem lýtur að samræmingu lagatúlkunar og réttarfram-
11