Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 102
yfir félagsbúinu og því haft ótvíræða heimild til að selja af eignum þess þótt um
langmestan hluta þeirra hefði verið að ræða. Þær takmarkanir sem lögin leggi á
ráðstöfunarrétt mannsins taldi dómurinn ekki skipta máli. Krafa K var því ekki tekin
til greina. Undir þessi rök var tekið í dómi Hæstaréttar með því að M hefði haft
skýlausa heimild til að gera þeint P og R framangreint tilboð.
Þessi dómur varð tilefni þess að sett voru lög nr. 25/1961 sem felldu lög
nr. 3/1900 úr gildi.
Hæstaréttardómar 1980, bls. 1489.
M og K höfðu búið ógift saman um nokkurt skeið, en slitu samvistum á árinu 1980.
Krafðist K að bú þeirra yrði tekið til opinberra skipta samkvæmt 90. gr. skiptalag-
anna nr. 3/1878, en M mótmælti. í úrskurði skiptaréttar Reykjavíkur var tekið fram
að í greininni væri fjallað um skipti á öðrum búum en dánarbúum og hefði verið
talið að henni yrði beitt um skipti á búum formbundinna félaga svo sem hlutafélaga,
samvinnufélaga og félaga með ótakmarkaðri ábyrgð. Síðan sagði: „Lagaákvæði um
óvígða sambúð eru fá í íslenzkum rétti, og mikil óvissa ríkir um réttindi og skyldur
fólks sem velur sér það sambúðarform. Þegar litið er til þess, hversu eðlisólík óvígð
sambúð er þeim félögum, sem 90. gr. skiptalaganna tekur ótvírætt til, verður ekki
fallizt á, að henni verði beitt um skipti vegna sambúðarslita málsaðilja“. Þessi niður-
staða var staðfest í Hæstarétti.
Þessi dómur ýtti undir að sett voru lög nr. 13/1986. Með 1. gr. þeirra voru
mál þessi sett undir skiptarétt og í 3. mgr. þeirra nánar skilgreint hvað teldist
óvígð sambúð.
Hæstaréttardómar 1986, bls. 1739.
H og G deildu um það hvort nauðungaruppboð skyldi fara fram og gekk málið til
úrskurðar þar sem svo var mælt að uppboð skyldi fara fram án þess að forsendur
fylgdu. Urskurðinum var áfrýjað til Hæstaréttar. í dómi Hæstaréttar sagði að upp-
boðshaldara hafi ekki verið skylt samkvæmt 2. mgr. 190. gr. laga nr. 85/1936 um
meðferð einkamála í héraði, sbr. 40. gr. laga nr. 28/1981 að láta forsendur fylgja
ályktarorði sínu þar sem hvorugur aðila hefði krafizt þess. Sérstök ástæða hefði þó
verið til þess þar sem úrskurður sætti áfrýjun til Hæstaréttar hliðstætt dómi í einka-
máli, ríka ástæðu hefði borið til að greina í ályktarorði fullum stöfum nöfn aðila
uppboðsmálsins, hver eign var sem selja skyldi nauðungarsölu, hvemig höfuðstóll
skiptist í ógreiddar eftirstöðvar annars vegar og dráttarvexti lagða við höfuðstól
þeirra eftirstöðva hins vegar, auk umkrafins kostnaðar. Þar sem úrskurðurinn bæri
ekkert af þessu með sér þótti verða að ómerkja hann og vísa máli heim til uppsögu
úrskurðar að nýju.
Þessi niðurstaða Hæstaréttar varð tilefni þess að 190. gr. einkamálalaganna
nr. 85/1936 var breytt með 23. gr. laga nr. 54/1988 þannig að svo var mælt
96