Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 102

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 102
yfir félagsbúinu og því haft ótvíræða heimild til að selja af eignum þess þótt um langmestan hluta þeirra hefði verið að ræða. Þær takmarkanir sem lögin leggi á ráðstöfunarrétt mannsins taldi dómurinn ekki skipta máli. Krafa K var því ekki tekin til greina. Undir þessi rök var tekið í dómi Hæstaréttar með því að M hefði haft skýlausa heimild til að gera þeint P og R framangreint tilboð. Þessi dómur varð tilefni þess að sett voru lög nr. 25/1961 sem felldu lög nr. 3/1900 úr gildi. Hæstaréttardómar 1980, bls. 1489. M og K höfðu búið ógift saman um nokkurt skeið, en slitu samvistum á árinu 1980. Krafðist K að bú þeirra yrði tekið til opinberra skipta samkvæmt 90. gr. skiptalag- anna nr. 3/1878, en M mótmælti. í úrskurði skiptaréttar Reykjavíkur var tekið fram að í greininni væri fjallað um skipti á öðrum búum en dánarbúum og hefði verið talið að henni yrði beitt um skipti á búum formbundinna félaga svo sem hlutafélaga, samvinnufélaga og félaga með ótakmarkaðri ábyrgð. Síðan sagði: „Lagaákvæði um óvígða sambúð eru fá í íslenzkum rétti, og mikil óvissa ríkir um réttindi og skyldur fólks sem velur sér það sambúðarform. Þegar litið er til þess, hversu eðlisólík óvígð sambúð er þeim félögum, sem 90. gr. skiptalaganna tekur ótvírætt til, verður ekki fallizt á, að henni verði beitt um skipti vegna sambúðarslita málsaðilja“. Þessi niður- staða var staðfest í Hæstarétti. Þessi dómur ýtti undir að sett voru lög nr. 13/1986. Með 1. gr. þeirra voru mál þessi sett undir skiptarétt og í 3. mgr. þeirra nánar skilgreint hvað teldist óvígð sambúð. Hæstaréttardómar 1986, bls. 1739. H og G deildu um það hvort nauðungaruppboð skyldi fara fram og gekk málið til úrskurðar þar sem svo var mælt að uppboð skyldi fara fram án þess að forsendur fylgdu. Urskurðinum var áfrýjað til Hæstaréttar. í dómi Hæstaréttar sagði að upp- boðshaldara hafi ekki verið skylt samkvæmt 2. mgr. 190. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, sbr. 40. gr. laga nr. 28/1981 að láta forsendur fylgja ályktarorði sínu þar sem hvorugur aðila hefði krafizt þess. Sérstök ástæða hefði þó verið til þess þar sem úrskurður sætti áfrýjun til Hæstaréttar hliðstætt dómi í einka- máli, ríka ástæðu hefði borið til að greina í ályktarorði fullum stöfum nöfn aðila uppboðsmálsins, hver eign var sem selja skyldi nauðungarsölu, hvemig höfuðstóll skiptist í ógreiddar eftirstöðvar annars vegar og dráttarvexti lagða við höfuðstól þeirra eftirstöðva hins vegar, auk umkrafins kostnaðar. Þar sem úrskurðurinn bæri ekkert af þessu með sér þótti verða að ómerkja hann og vísa máli heim til uppsögu úrskurðar að nýju. Þessi niðurstaða Hæstaréttar varð tilefni þess að 190. gr. einkamálalaganna nr. 85/1936 var breytt með 23. gr. laga nr. 54/1988 þannig að svo var mælt 96
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.