Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 84
fæli í sér að söluheimild á mjólk hefði verið einskorðuð við mjög takmörkuð svæði
og atvinnufrelsi mjólkurframleiðenda þar með skert að miklu leyti, yrði ekki sam-
þýdd 64. gr. (nú 69. gr.) stjórnarskrárinnar þar sem segir að engin bönd megi leggja
á atvinnufrelsi manna nema almenningsheill krefji. Hæstiréttur tók þá afstöðu að
almenni löggjafinn hefði metið ráðstafanir þær sem í ákvæðinu fælist til almenn-
ingsheilla og yrði í máli þessu ekki haggað við því mati.
Akvæði 69. gr. stjómarskrárinnar hljóðar svo: „Engin bönd má leggja á
atvinnufrelsi manna, nema almenningsheill krefji, enda þarf lagaboð til“. Með
þessum dómi er aukið við ákvæðið þeirri reglu að löggjafinn sjálfur meti hvað
sé til almenningsheilla og dómstólar geti ekki haggað því mati. Þessa reglu
hefur Hæstiréttur síðan ítrekað í dómi 1964 (H 1964, bls. 960) og 1988 (H
1988, bls. 1532).
Hæstaréttardómar 1967, bls. 16.
S sem var undir áhrifum áfengis settist ásamt I, félaga sínum, inn í bifreið og ræsti
bifreiðina sem kipptist smávegis við. Kvaðst S ekki hafa ætlað að aka henni, heldur
að hita hana upp og hlusta á útvarp. S var ákærður fyrir að hafa reynt að aka
bifreiðinni undir áhrifum áfengis, sbr. m.a. 25. gr. umferðarlaga nr. 26/1958. Var
hann í héraði dæmdur samkvæmt ákæru og sá dómur staðfestur í Hæstarétti með
þeirri athugasemd að gangsetning bifreiðar yrði að teljast þáttur í akstri hennar, sbr.
1. gr. umferðarlaga.
I 25. gr. laganna stóð þetta:
Enginn má neyta áfengis við akstur vélknúins ökutækis.
Enginn má aka eða reyna að aka vélknúnu ökutæki, ef hann vegna áfengisneyzlu
verður eigi talinn geta stjómað því örugglega.
Hér er aukið er við 25. gr. þeirri reglu að gangsetningin ein sér skuli teljast
þáttur í að aka bifreiðinni.2^ I 1. mgr. 1. gr segir að ákvæði laganna gildi um
umferð á vegum, en bifreiðin var við götu eina í Reykjavík.
Hæstaréttardómar 1989, bls. 329.
H keypti dráttarvél af í og fylgdu ábyrgðarskilmálar þar sem tekið var fram að í
ábyrgðist verksmiðju- og/eða efnisgalla á tækinu í allt að 12 mánuði frá afhend-
ingardegi. Nú bilaði dráttarvélin. í skilmálunum var meðal annars tekið fram að
flutnings- og ferðakostnaður vegna vélar, vélarhluta eða viðgerðarmanna væri und-
anþeginn greiðsluskyldu. Bar H meðal annars fyrir sig tiltekin ákvæði laga nr.
26 Jónatan Þórmundsson: Fordæmi sem réttarheimild í enskum og bandarískum rétti. Úlfljótur, tímarit
laganema 22 (1969), bls. 360.
78