Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 85

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 85
39/1922 um lausafjárkaup og 29. gr. laga nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishöml- ur og óréttmæta viðskiptahætti, en hún hljóðar svo: „Yfirlýsingu um ábyrgð má því aðeins gefa, að ábyrgðaryfirlýsingin veiti viðtakanda betri rétt en hann hefur samkvæmt gildandi lögum“. Því var haldið fram af hálfu H að skýra bæri framangreint ákvæði þannig að óheimilt hefði verið að setja í ábyrgðaryfirlýsinguna ákvæði um að H ætti að greiða flutnings- kostnað vélarinnar til viðgerðarstaðar. Væri ákvæðið því ekki skuldbindandi fyrir hann. Almennar reglur um bætur innan samninga skylduðu I til að greiða þennan kostnað. Af hálfu í var því haldið fram að framangreint ákvæði ætti ekki að hafa áhrif á gildi kaupsamnings aðila. Abyrgðaryfirlýsingin viki til hliðar ákvæðum laga um lausafjárkaup, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1922. Hæstiréttur féllst á að I bæri að greiða flutningskostnaðinn ef beitt væri bóta- ákvæðum lausafjárkaupalaganna, en ekki ábyrgðaryfirlýsingunni. I dómi Hæstaréttar var síðan tekið fram að í héraðsdómi kæmi fram vafi um það hvemig skýra bæri 29. gr. laga nr. 56/1978. Almennar reglur um skýringu undan- tekningarákvæða og ýmis lögskýringargögn væru þar talin benda til þess að rétt væd að beita þröngri skýringu. Niðurstaða Hæstaréttar var á hinn bóginn sú að orðalag 29. gr. laga nr. 56/1978 gæft ekki tilefni til vemlegs vafa í málinu. Það fæli í sér að meta yrði hvort ábyrgðaryfirlýsing I væri með þeim hætti að réttur H yrði betri ef beitt væri almennum reglum en hann væri samkvæmt yfirlýsingunni. Ekki væri ástæða til að víkja frá orðum ákvæðisins á gmndvelli áðurgreindra lögskýringarsjónarmiða og gagna. Síðan sagði: „Þegar ábyrgðarskilmálamir em virtir í heild er ljóst að þeir veita kaupanda ekki betri rétt en hann á gagnvart seljanda samkvæmt reglum laga nr. 39/1922. Akvæði 29. gr. laga nr. 56/1978 er í samræmi við almenn viðhorf um laga- vemd kaupanda og neytendavemd, svo og það viðhorf sem markar samningsrétt hér á landi eftir breytingu þá á lögum nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggeminga, sem gerð var með 6. gr. laga nr. 11/1986. Samkvæmt þessu ber að líta svo á að hið umdeilda ákvæði í ábyrgðaryftrlýsingunni, sem stefnda [í] gaf út í janúar 1984, sé ógilt gagnvart áfrýjanda [H]“. Þessi dómur markar stefnu í því hvemig skýra beri 29. gr. laga nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta verzlunarhætti. Ákvæðið haft þau áhrif að einkarétti að það veiti rétt til að ógilda samning. Samkvæmt því er ákvæðið viðbót við ógildingarákvæði samningalaganna. Þeirri skýringu er hafnað að það beri að skýra þröngt þar sem það sé undantekning frá þeirri meginreglu að samningsfrelsi ríki.27 7.3 Dómstólar hverfa frá fyrri framkvæmd Eins og áður hefur verið minnzt á sýnir reynslan að Hæstiréttur víkur ógjarn- an frá fordæmum sínum. Eigi að síður má benda á allmörg dæmi um að for- dæmum sé ekki fylgt. Á það bæði við Landsyfirréttinn og Hæstarétt. Með því 27 Páll Sigurðsson: Kauparéttur. Rv. 1988, bls. 294 o. áfr. þar sem niðurstaða er önnur en í dómi Hæstaréttar. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.