Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 95
að aðaláfrýjandi [K] öðlist hlutdeild í þeirri fjármunamyndun, sem varð á meðan
sambúð málsaðiljanna stóð. Hafa ber hér m.a. í huga, að aðaláfrýjandi hafði dóttur
sína á heimilinu og að aðaláfrýjandi lagði fram fé og vinnu vegna þeirra tveggja
eigna, sem að framan geinir [byggingar íbúðarhúss og sumarbústaðar]“. Þegar þetta
var virt þótti bera að dæma M til að greiða K 1.000.000 krónur.
I dómi meirihluta Hæstaréttar er haldið hefðbundinni stefnu og konu dæmd
greiðsla fyrir vinnuframlag á sameiginlegu heimili, eða „ráðskonukaup“. í sér-
atkvæði minni hluta Hæstaréttar er mörkuð ný stefna þannig að konu er dæmd
hlutdeild í fjármunamyndun á sambúðartíma áþekkt og um hjón væri að ræða.
Hæstaréttardómar 1981, bls. 128.
M og K stofnuðu til festa haustið 1970 og hófu sambúð, en í apríl 1973 slitu þau
samvistum. Þau eignuðust ýmsa hluti til heimilisins og sumarið 1972 fekk M lóð
og hóf að reisa hús. Þau töldu fram til skatts hvort í sínu lagi og var hús og lóð
talin til eigna M, sem lagt hafði fjármuni í það auk eigin vinnu og stofnað til skulda.
K taldi húsið vera einnar og hálfrar milljónar króna virði og væri það auk annarra
eigna í búinu óskipt sameign þeirra; ættu þau tilkall til eignanna að jöfnu og heimilt
að gmndvalla slíka skiptingu á 90. gr. skiptalaganna. Til vara var krafa K reist á
því að hún ætti rétt á endurgjaldi fyrir vinnu og framlög í þágu sameiginlegs heim-
ilishalds og til eignamyndunar á sambúðartímanum. K taldi sig hafa lagt fram bæði
fé og vinnu til húsbyggingarinnar, en því mótmælti M. í héraðsdómi var því hafnað
að félagsbú hefði stofnazt með þeim hjónum og talið ósannað að K hefði lagt fram
fé eða vinnu til byggingarframkvæmdanna. Á hinn bóginn ætti K rétt á endurgjaldi
fyrir vinnuframlag í þágu M við sameiginlegt heimilishald þeirra. Þótti það hæfilega
ákveðið 80.000 krónur. í dómi meiri hluta Hæstaréttar sagði að í lánsumsókn til
húsnæðismálastjómar ríkisins hafi þess verið getið að þau væm í sambúð og hjú-
skapur fyrirhugaður. Líkur væra til þess að K hefði innt af hendi nokkurt fé til hús-
byggingarinnar og unnið eitthvað við bygginguna. Síðan sagði:
„Þykir henni bera nokkur fjárgreiðsla vegna hlutdeildar sinnar í eign þessari [...].
Verður niðurstaða héraðsdóms því staðfest“.32
Minni hluti Hæstaréttar vildi staðfesta héraðsdóm með vísan til forsendna.
Hér dæmir meiri hluti Hæstaréttar konu hlutdeild í eignum sem til urðu á
sambúðartíma, enda líkur taldar á að hún hafi lagt fram nokkurt fé og ein-
hverja vinnu til húsbyggingarinnar. Hins vegar er ekki skírskotað til endur-
gjalds fyrir vinnuframlag í þágu sameiginlegs heimilis eins og gert er í héraðs-
dómi og minni hluti Hæstaréttar vill staðfesta. Meiri hluta Hæstaréttar skipuðu
nú auk þess dómara sem upphaflega stóð að minnihlutaatkvæðinu nýir dóm-
endur. Minni hlutann sem dæma vildi „ráðskonukaup“ skipuðu tveir dómendur
sem áður höfðu verið í meiri hluta.
32 Málinu var ekki gagnáfrýjað.
89