Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 73

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 73
öryggiskennd almennings það og væntir þess, að svipuð tilvik verði framvegis dæmd með sama eða svipuðum hætti sem áður var. Og dómendur fínna það einnig ekki síður, að sjálfum þeim er öruggast að fylgja þeim fordæmum, sem þeir hafa skapað. Ef æðsti dómstóll hefur um hríð leyst með ákveðnum hætti tiltekin tilvik, mun hann ekki víkja frá þeim fordæmum, nema þau verði ekki samþýdd því ástandi, sem síðar hefur skapazt, lög hafi breytzt eða þau hafi sýnilega verið rangskilin.8 í ritinu Réttarfar sem Theodór B. Líndal tók saman á grundvelli rits Einars Arnórssonar segir þetta: [...] hvort sem því er játað, að dómstólar hafi löggjafarvald eða ekki, þá er það staðreynd, að í raun hafa dómstólar rík áhrif á þróun réttarins og mótun. Hér á landi og víðar, t.d. á Norðurlöndum, eru dóma fordæmi ekki talin algerlega bindandi. Löggjafaráhrif dómstóla verða þá enn ríkari, því að þá nær heimild þeirra til þess að skapa lagareglu einnig til að fella hana úr gildi.9 Ólafur Jóhannesson fer svofelldum orðum um fordæmi og fjallar þá sér- staklega um gildi þeirra á sviði stjómskipunarréttar: Hér era þau að vísu ekki talin bein réttarheimild, þar eð þau eru ekki bindandi fyrir úrskurðaraðila síðar, þ.e.a.s. þeir eru ekki skuldbundnir til að leysa úr samskonar málefni á sama hátt og áður. En fordæmi geta orðið grandvöllur réttarvenju. Og í reyndinni skipta fordæmi miklu um myndun og þróun réttarreglna, því að reynslan sýnir, að dómstólar fylgja að jafnaði fordæmi sínu, enda krefst réttaröryggi þess.10 Armann Snævarr lætur meðal annars þessi orð falla um fordæmi sem réttar- heimild: Sægur af reglum þeim sem nú teljast til íslenzks réttar, hefir mótazt fyrir atbeina dómstóla. Menn haga lögskiptum sínum til frambúðar í samræmi við dóminn eins og fyrr segir. Kann þannig að myndast venjuhelguð réttarregla um þetta atriði. Dóm- urinn, sem lagði grundvöllinn undir regluna er ef til vill gleymdur, en reglan sjálf er geymd. Þannig era fordæmi og réttarvenja oft samslungin, svo að lítt eða ekki verður á milli skilið. En samleikur þeirra er og með öðram hætti. Dómsúrlausnir myndu yfirleitt greiða úr því til þrautar, hvort tiltekin venjubundin háttsemi væri svo vaxin, að hún hefði skapað háttemisreglu með lagagildi.* 11 Hér á landi er Hæstiréttur ekki bundinn af fyrri úrlausnum sínum og engri réttarreglu er fyrir að fara, sem bindur héraðsdómara skyldu til að fylgja fordæmi Hæstaréttar. 8 Einar Amórsson. Almenn meðferð einkamála í héraði. Rv. 1941, bls. 6 9 Einar Amórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. Rv. 1967-68, bls. 8. 10 Ólafur Jóhannesson: Stjómskipun fslands. Rv. 1960. Önnur útgáfa. Rv. 1978, bls. 104. 11 Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, sjötta útgáfa. Rv. 1988, bls. 213-14. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.