Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 81
Fyrst skal vikið að jafnræðisreglunni, en nokkurt álitamál er hver sé hlutur
Hæstaréttar í því að móta þá reglu sem nú er lögfest í 11. gr. stjórnsýslulaga
nr. 37/1993. Ástæðan er vafalaust sú að hún er svo samgróin réttarvitund
manna að gengið hefur verið að henni vísri án sérstakrar umfjöllunar. Hér má
þó nefna dóm frá 1871 þar sem niðurstaða er studd við „fullt jafnrétti“ og
virðist vera fyrsti dómurinn þar sem það er gert. Hann er raunar ekki kveðinn
upp í Hæstarétti, heldur Landsyfírrétti.
Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum XI, 1871-
1874, bls. 130.
í reglugerð frá 17. júlí 1782 var svo mælt að prestar og aðrir geistlegir menn sem
embættum þjóni skyldu einungis greiða tíund af tíundarbæru fé sínu til fátækra, en
í því fólst að þeir voru undanþegnir greiðslu tíundar til kirkna. Prestsekkjan G var
krafin um kirkjutíund og mál höfðað. G var sýknuð með þeim rökum meðal annars
að eðlilegast væri að álíta að löggjafinn hafi viljað veita ekkjum presta fullt jafnrétti
og því einnig hið sama tíundarfrelsi sem mönnum þeirra, þó eigi sé með berum
orðum tekið fram að svo skyldi vera.
Hér er í reynd aukið við reglugerðina frá 1782 því ákvæði að prestsekkjur
skuli njóta sama tíundarfrelsis og prestar og aðrir geistlegir menn, þannig að
Landsyfirrétturinn setur reglu í samræmi við óskráða almennt viðurkennda
jafnræðisreglu þótt hann kjósi að skírskota til vilja löggjafans.
Jafnræðisreglan hefur iðulega komið við sögu í dómum Hæstaréttar án þess
að unnt sé að rekja það hér að hve miklu leyti mótaðar hafi verið nýjar reglur
í anda hennar.2-
Þá hefur Hæstiréttur mótað almenna andmælareglu svo sem marka má af
eftirtöldum dómum.
Hæstaréttardómar 1948, bls. 246 (Sólheimadómur í Grímsnesi).
Barnavemdarráð íslands svipti S, forstöðukonu bamahælis, leyfi til að starfrækja
það. Krafðist S þess að úrskurður þar að lútandi yrði felldur úr gildi. I dómi Hæsta-
réttar varð niðurstaðan sú að S hefði ekki eins og á stóð fengið fullnægjandi aðstöðu
til að skýra mál sitt og gæta réttar sfns áður en úrskurður var felldur. Auk þess
þótti úrskurðurinn ekki nægilega rökstuddur. Þótti þegar af þessum ástæðum bera
að meta úrskurðinn ógildan.
í dóminum er ekki vísað til ákveðinnar réttarheimildar, þannig að hér má
líta svo á að Hæstiréttur móti í fyrsta sinn almenna andmælareglu. Afdrátt-
arlaus orð í dóminum gætu þó bent til þess að Hæstiréttur slái fastri eða stað-
22 Sjá Pál Hreinsson: Stjómsýslulögin. Skýringarrit. Forsætisráðuneytið. Rv. 1994, bls. 118 o. áfr.
75