Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 81

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 81
Fyrst skal vikið að jafnræðisreglunni, en nokkurt álitamál er hver sé hlutur Hæstaréttar í því að móta þá reglu sem nú er lögfest í 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ástæðan er vafalaust sú að hún er svo samgróin réttarvitund manna að gengið hefur verið að henni vísri án sérstakrar umfjöllunar. Hér má þó nefna dóm frá 1871 þar sem niðurstaða er studd við „fullt jafnrétti“ og virðist vera fyrsti dómurinn þar sem það er gert. Hann er raunar ekki kveðinn upp í Hæstarétti, heldur Landsyfírrétti. Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum XI, 1871- 1874, bls. 130. í reglugerð frá 17. júlí 1782 var svo mælt að prestar og aðrir geistlegir menn sem embættum þjóni skyldu einungis greiða tíund af tíundarbæru fé sínu til fátækra, en í því fólst að þeir voru undanþegnir greiðslu tíundar til kirkna. Prestsekkjan G var krafin um kirkjutíund og mál höfðað. G var sýknuð með þeim rökum meðal annars að eðlilegast væri að álíta að löggjafinn hafi viljað veita ekkjum presta fullt jafnrétti og því einnig hið sama tíundarfrelsi sem mönnum þeirra, þó eigi sé með berum orðum tekið fram að svo skyldi vera. Hér er í reynd aukið við reglugerðina frá 1782 því ákvæði að prestsekkjur skuli njóta sama tíundarfrelsis og prestar og aðrir geistlegir menn, þannig að Landsyfirrétturinn setur reglu í samræmi við óskráða almennt viðurkennda jafnræðisreglu þótt hann kjósi að skírskota til vilja löggjafans. Jafnræðisreglan hefur iðulega komið við sögu í dómum Hæstaréttar án þess að unnt sé að rekja það hér að hve miklu leyti mótaðar hafi verið nýjar reglur í anda hennar.2- Þá hefur Hæstiréttur mótað almenna andmælareglu svo sem marka má af eftirtöldum dómum. Hæstaréttardómar 1948, bls. 246 (Sólheimadómur í Grímsnesi). Barnavemdarráð íslands svipti S, forstöðukonu bamahælis, leyfi til að starfrækja það. Krafðist S þess að úrskurður þar að lútandi yrði felldur úr gildi. I dómi Hæsta- réttar varð niðurstaðan sú að S hefði ekki eins og á stóð fengið fullnægjandi aðstöðu til að skýra mál sitt og gæta réttar sfns áður en úrskurður var felldur. Auk þess þótti úrskurðurinn ekki nægilega rökstuddur. Þótti þegar af þessum ástæðum bera að meta úrskurðinn ógildan. í dóminum er ekki vísað til ákveðinnar réttarheimildar, þannig að hér má líta svo á að Hæstiréttur móti í fyrsta sinn almenna andmælareglu. Afdrátt- arlaus orð í dóminum gætu þó bent til þess að Hæstiréttur slái fastri eða stað- 22 Sjá Pál Hreinsson: Stjómsýslulögin. Skýringarrit. Forsætisráðuneytið. Rv. 1994, bls. 118 o. áfr. 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.