Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 99

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 99
dómstóla á 67. gr. stjómarskrárinnar, um mótun þeirra á reglunum um hús- bóndaábyrgð, mótun þeirra á jafnræðisreglu, andmælareglu og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins og ákvörðun þeirra á stöðu þjóðréttarreglna sem áður er að vikið. Þá verður einnig að hafa í huga að sjaldan eru tvö tilfelii nákvæmlega eins, þannig að hver dómur eykur þá einhverju við og reglurnar verða fyllri. 8. SAMLEIKUR LÖGGJAFARVALDS OG DÓMSVALDS 8.1 Inngangur Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir þeim viðhorfum að dómstólar ættu engan þátt í að setja reglur; hlutverk þeirra væri einungis að skýra gild- andi lagaákvæði án þess að leggja neitt sjálfstætt af mörkum. Dómur væri einungis staðfesting á því hvað væra gildandi lög. Þetta er ekki í samræmi við veruleikann eins og þegar hefur verið sýnt fram á. Rakin hafa verið tengsl fordæma við aðrar réttarheimildir og reynt að sýna hvemig dómstólar móti reglu á grundvelli viðurkenndra réttarheimilda og síðan hver sé hlutur dóm- stóla í mótun löggjafar. Dómstólar brjóta stundum ísinn þegar þeir dæma um sakarefni sem hefur ekki áður komið til kasta þeirra, svo sem um fébótaábyrgð ríkisins og skaðsemisábyrgð. Síðan tekur löggjafinn við og setur lög sem geyma nánari reglur. 8.2 Kröfu málsaðila hafnað þar sem ekki sé á vaidi dómstóla að setja reglu, heldur Iöggjafans Ávallt er nokkurt álitamál hvar skil eiga að vera milli löggjafarvalds og dómsvalds þegar ákvarða skal hvaða regla gildi í samskiptum manna - þar á meðal hversu víðtæka heimild dómstólar hafi á þessu sviði. Dómstólar hafa ávallt beitt dómsvaldi sínu hófsamlega, enda ekki talið sig hafa umboð til að skipa lögum í þjóðfélaginu, sambærilegt við umboð þjóðkjörinna fulltrúa lög- gjafarsamkomunnar. Nefna má tvo dóma sem varpa nokkru ljósi á þetta álita- efni. Hæstaréttardómar 1979, bls. 1157, sbr. bls. 1173. M og K hófu óvígða sambúð í maí 1972 og eignuðust bamið E í júní sama ár. Þann 10. maí 1975 slitu þau sambúðinni og fekk K forræði bamsins E, en M krafðist umgengnisréttar. I dómi héraðsdóms sagði meðal annars: „Dómurinn telur, að eðli máls samkvæmt verði umgengnisréttur að byggjast annað hvort á samningi foreldra eða á settum lögum, ef foreldrarnir geta ekki komið sér saman um hann. Sett lög eru nauðsynleg í slíku tilviki, þar sem reglumar þurfa að vera almennar, skýrar og ítarlegar, og er það hlutverk löggjafarvaldsins að móta slíkar reglur“. Var krafa M um umgengnis- rétt því ekki tekin til greina. I dómi meiri hluta Hæstaréttar sagði að óvígðri sambúð yrði ekki jafnað til hjúskapar við ákvörðun umgengnisréttar. Yrði slíkur réttur, þegar svona stæði á, ekki leiddur af 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.