Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 50
Ýmis skilyrði eru í lögum fyrir áfrýjun og varða þau fjárhæð kröfu, sem nú þarf að vera 300.000 krónur, svo og fresti og formsatriði. í lögunum um meðferð opinberra mála, 147. gr. (lög nr. 19/1991 með breyt- ingu í lögum nr. 37/1994), segir að áfrýja megi til endurskoðunar á viðurlög- um, lögskýringum, sönnunarmati öðru en mati á munnlegum framburði, svo og til ómerkingar, heimvísunar og frávísunar frá héraðsdómi. Gagnstætt því sem er í sumum löndum, getur Hæstiréttur þyngt refsidóma, ef ríkissaksóknari áfrýjar og gerir kröfu þess efnis. Afrýjun og kæra frestar oftast framkvæmd héraðsdóms eða úrskurðar, þó að undantekningar séu frá því. Eftir grundvallarbreytingu, sem gerð var á skipan dómstóla hér á landi árið 1800, voru dómstig í íslenskum málum þrjú: héraðsdómur, landsyfirréttur í Reykjavík og hæstiréttur í Kaupmannahöfn. Þegar Hæstiréttur Islands tók til starfa 16. febrúar 1920, féll dómsvald hæstaréttar í Kaupmannahöfn niður í íslenskum málum og dómstigin hafa síðan verið tvö. Segja má að það sé í samræmi við þetta, að Hæstiréttur hefur haft mjög frjálsar hendur við end- urskoðun héraðsdóma, því að það er í bestu samræmi við regluna um réttláta málsmeðferð að bæði sönnunaratriði og lagaatriði fyrsta dóms geti komið til endurskoðunar. Þó að svo væri sagt í 46. gr. hæstaréttarlaganna að rétturinn gæti tekið skýrslur af aðilum, vitnum og matsmönnum, var það í raun aldrei gert. Hins vegar mátu dómarar réttarins gildi skýrslna, sem gefnar höfðu verið munnlega í héraði, á grundvelli þess, sem ritað var í þingbækur um þær, enda voru þessar skýrslur hluti hinna skriflegu dómsgerða, sem lagðar voru fyrir Hæstarétt. Lögregluskýrslur voru einnig lagðar þar fram. Með lögunum vorið 1994 var gerð breyting á eldri reglum. Þar eru settar skorður við heimild Hæstaréttar til að breyta niðurstöðu héraðsdóms um viðurlög. Þá er innleidd sú regla, að Hæstiréttur geti ekki „endurmetið niðurstöðu héraðsdómara um sönnunargildi munnlegs framburðar nema hlutaðeigandi vitni eða ákærði hafi gefið skýrslu þar fyrir dómi". í íslenskum lögum er dómstólum víða ætlað rúmt mat á lögfylgjum. Þannig segir í 211. gr. almennra hegningarlaga, að manndráp varði fangelsi, „ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt“. Það er hlutverk dómara að kveða á um refsingu innan þessara marka með hliðsjón af 8. kafla laganna. I 36. gr. samningalag- anna er dómurum heimilað að víkja samningi til hliðar, m.a. á þeim grundvelli að framkvæmd hans yrði talin ósanngjörn. Hæstiréttur getur endurskoðað mat héraðsdóms um þessi og önnur svipuð atriði, sem mörg dæmi eru um í lögum. Um sönnunarmat er aðalreglan sú, að það er frjálst, þ.e. lagt í hendur dómara, sbr. 44. gr. einkamálalaganna, sem er þannig: 1. Dómari sker úr því hverju sinni eftir mati á þeim gögnum, sem hafa komið fram í máli, hvort staðhæfing um umdeild atvik teljist sönnuð, enda bindi fyrirmæli laga hann ekki sérstaklega um mat í þessum efnum. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.