Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 62
NÝBYGGING HÆSTARÉTTAR ÍSLANDS 1. FORSAGA Þegar Hæstiréttur var stofnaður árið 1920, var honum búið aðsetur til bráða- birgða í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Þar var hann til húsa í tæpa þrjá áratugi við mjög bág skilyrði. Dómhúsið við Lindargötu var reist á ár- unum 1946 - 1948, og var flutt þar inn í byrjun árs 1949. Enda þótt sú bygging hafi útlitslega kosti var hún frá upphafi gölluð, bæði tæknilega og skipulags- lega séð, auk þess sem afar óviðeigandi er, að um húsnæðisleg tengsl sé að ræða milli Hæstaréttar og Stjórnarráðs íslands. Hinn 22. apríl 1986 samþykkti Alþingi tillögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjóminni að kanna hvort Safnahúsið gæti hentað Hæstarétti sem dómhús, er starfsemi Landsbókasafns og Þjóðskjalasafns flyttist úr húsinu. Tillögu þessari var tekið fegins hendi af dómumm Hæstaréttar, enda löngu tímabært að huga að nýju húsnæði. 2. STAÐARVAL Þann 9. október 1991 skipaði dómsmálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, nefnd til þess að gera tillögur um framtíðarlausn á húsnæðismálum Hæstaréttar Is- lands. Var nefndinni sérstaklega ætlað að huga að því, hvort Safnahúsið við Hverfísgötu í Reykjavík, í heild eða að hluta, gæti hentað sem dómhús fyrir Hæstarétt, þegar núverandi notkun þess lyki. Einnig skyldi þó taka aðra kosti til athugunar, m.a. byggingu nýs húss, er rúrnað gæti starfsemi Hæstaréttar. I nefndinni áttu sæti Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri, sem var formaður, Bjöm Friðfinnsson ráðuneytisstjóri, Garðar Halldórsson húsameistari, Guðrún Erlendsdóttir forseti Hæstaréttar, Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri og Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri. I nefndarálitinu kom fram sú skoðun að afar óviðeigandi væri að um hús- næðisleg tengsl væri að ræða milli Hæstaréttar og Stjórnarráðs Islands. Óháð dómsvald væri skilyrði heilbrigðs þjóðlífs og bæri að undirstrika sjálfstæði Hæstaréttar sem æðsta dómstigs landsins í sjálfstæðri byggingu. Bent var á að plássleysi dómhússins við Lindargötu háði starfsemi réttarins verulega. Kom m.a. eftirfarandi fram í nefndarálitinu: Staður 1: Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að því fylgdu ýmsir kostir flytti Hæstiréttur starfsemi sína í Safnahúsið, jafnvel þó að slíkt þyrfti að gerast í áföngum, eftir því sem húsnæði losnaði. Mælti meirihluti nefndar- innar með þeirri tillögu sem besta kostinum. Næðist hins vegar ekki sam- staða um þessa lausn eða þá að framkvæmd hennar yrði ekki talin tímabær, mælti nefndin með því til vara að byggð yrði nýbygging yfir starfsemi Hæstaréttar. Helstu kostir við Safnahúsið töldu nefndarmenn góða staðsetningu og að 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.