Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 87
samninginn án meðráðamanns. B var því dæmdur til að greiða G sanngjarna borgun
að mati dómkvaddra óvilhallra manna án tillits til samninganna.
Hér er ófullveðja maður ekki talinn bundinn við verksamning um húsasmíð.
Dómasafn VIII 1908-12, bls. 78.
S krafði hreppsnefnd Seltjamameshrepps um greiðslu eftirstöðva samkvæmt verk-
samningi. Hafði hann viðurkennt skriflega 3. nóvember 1906 að hreppsnefndin hefði
fullnægt öllum kröfum sem hann hefði á hendur henni samkvæmt verksamningnum.
S hélt því fram að verksamningurinn væri ógildur þar sem hann hefði verið ófull-
veðja - á 23. ári - þegar hann gerði samninginn; ætti hreppsnefndin því án tillits
til samningsins að greiða sér þann kostnað sem hann hefði haft af verkinu. Niður-
staða Landsyfirréttar var sú að með því að S hefði verið ófullveðja þegar hann gerði
verksamninginn væri hann ekki skuldbindandi fyrir hann svo að honum yrði ekki
með lagaþvingun þröngvað til að fullnægja honum eða sæta ella ábyrgð fyrir samn-
ingsrof. Hins vegar var S sem hafði fullnægt samningnum ekki talinn geta krafizt
greiðslu eftirstöðva vegna kostnaðar umfram það sem um var samið og hrepps-
nefndin hafði þegar greitt.
Hér er ófullveðja maður talinn bundinn við verksamning um húsasmíð á
þann sérstaka hátt sem lýst er í dóminum.30
Hæstaréttardómar 1933, bls. 402.
Kolaskipið I lenti í aftaka veðri og stórsjó 35 sm suðaustur af Reykjanesi. Kom
togarinn M skipinu til aðstoðar og var eiganda hans dæmd þóknun fyrir. í héraðs-
dómi var viðurkenndur sjóveðréttur í kolaskipinu fyrir dæmdum fjárhæðum. I dómi
Hæstaréttar sagði þetta um sjóveðréttinn: „Akvæði hins áfrýjaða dóms um sjóveðrétt
ber ex officio að fella úr gildi með því að það hefir eigi við lög að styðjast“.
Hér fellir Hæstiréttur niður sjóveðrétt sem dæmdur hafði verið í héraðsdómi
til tryggingar aðstoð við skip í háska sem veitt hafði verið að beiðni skip-
stjómarmanna.
Hæstaréttardómar 1939, bls. 293.
Vél bátsins A, sem var 20 smálestir að stærð, bilaði þar sem báturinn var í róðri
út af Garðskaga. Veður var hvasst og sjór mikill, en fór batnandi. Togarinn B kom
30 “Þótt dómstóll hafi úrskurðað eitthvert atriði á þenna hátt eða hinn, þá er hvorki sá dómstóll né
aðrir dómstólar lögformlega bundnir við þá úrlausn, þótt samskonar málefni sé síðar lagt undir dóm
þeirra. Ef dómstóllinn sér annað sannara, þá ber honum að haga niðurstöðu sinni eftir því. Sérstaklega
má geta þess, að landsyfirdómurinn telur sig ekki bundinn svo við fyrri dóma sfna, að eigi megi breyta
frá því, er hann hefir áður dæmt’’. Einar Amórsson: Dómstólar og réttarfar, bls. 11.
81