Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 59
Fordæmisreglum verður breytt með lögum og með reglugerðum, sem þurfa þó sem endranær að hafa lagastoð. Fyrir hefur komið, að lög hafa verið sett, þar sem löggjafinn taldi niðurstöðu dóms óviðunandi. Dæmi þess eru lög nr. 34/1994, en tilefnið var hæstaréttardómur 20. janúar sl. um kjötinnflutning.18 I hrd. 1958 651 kemur fram, að lögum um forræði óskilgetinna barna var breytt eftir að héraðsdómur var kveðinn upp. Hæstiréttur taldi unnt að byggja á lögum, eins og þau voru eftir breytingarnar. Viðbrögð við dómi geta einnig orðið þau að reglugerð sé breytt. Fyrrum var reynt að skýra lagasetningarvaldið efnislega, þ.e. setja fram reglur um, hvað mætti fjalla um í lögum. Langt er síðan mönnum varð ljóst, að þetta er ógerlegt. Er nú á því byggt, að lagasetningarvaldið takmarkist aðeins af stjórnskipunarreglum. Hugsanlegt er að 2. gr. stjómarskrárinnar eigi að skýra þannig, að heimild löggjafans til að setja reglur um einstök atriði sé takmörkuð, þar sem slíkt vald sé dómsvald og í höndum dómara. Þó er í 68. gr. stjómarskrárinnar sagt, að enginn útlendingur geti fengið íslenskan ríkis- borgararétt nema með lögum. Setur Alþingi árlega lög, þar sem nafngreindum mönnum er veittur ríkisborgararéttur. Dæmi eru einnig til þess, að lög hafi verið sett um innflutning tiltekins aðila á tilteknum hlut svo og að lög hafi verið sett um afskipti af tilteknu verkfalli.19 Hér á landi hefur lengi verið á því byggt, bæði af dómstólum, fræðimönnum og stjómmálamönnum, að dómstólar geti skorið úr því, hvort lög séu í sam- ræmi við stjómarskrána.20 Ef niðurstaðan verður sú, að svo sé ekki, beitir dómstóllinn lögunum ekki. Segja má að skólabókardæmið um þetta sé „Hrafn- kötlumálið“ (hrd. 1943 237), sem snerist um ákvæði í lögum nr. 127/1941 þar sem ríkinu var veittur einkaréttur til útgáfu fornrita en heimilað var að veita öðram útgáfuleyfí, en binda það skilyrðum um réttritun. Þessi lög vom talin ósami-ýmanleg prentfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Þessi galli getur einnig komið fram í því, að afgreiðsla frumvarps á Alþingi hafi farið úr bönd- unum. Því er oft haldið fram í dómsmálum, að lög séu andstæð stjórnarskránni. Oftast er þá vitnað í mannréttindaákvæðin í 7. kafla, en einnig önnur ákvæði, t.d. í 2. gr. (um valdskiptingu) og í 40. gr. (um að lög þurfi til að leggja á skatta). I hæstaréttardómi 1990 2, sem vitnað er til hér að framan, er vísað til þess, 18 Sjá: Skinka og löggjafarvilji (Tímarit lögfræðinga 1994, 1. hefti). 19 Lög nr. 23/1993 og 24/1993 og um verkföll t.d. nr. 1/1994. 20 Olafur Jóhannesson: Stjórnskipun íslands, bls. 402 o. áfr. Um norrænan rétt: Sven Nor- berg: Reflexioner över svenska rattstraditioner i en europeisk rattsmiljö (Juridisk tidskrift 1994-95, 3. hefti). Efnið var rætt á norrænu lögfræðingaþingunum 1966 og 1987. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.