Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 11
rýmast ákvæðum stjómarskrár. Samkvæmt 60. gr. stjómarskrárinnar skera dómstólamir einnig úr um embættistakmörk framkvæmdarvaldshafa, svo sem hvort þeir hafa farið að ákvæðum stjómarskrár, hvort reglur sem þeir setja hafi lagaheimild eða hvort um einstakar ákvarðanir þeirra hafi farið að lögum. Veiting stöðu var t.d. talin brjóta í bága við jafnréttislög, sbr. H 1993 2230. Það getur verið erfitt úrlausnarefni hve langt þetta úrskurðarvald dómstólanna nær, sérstaklega verða dómstólamir að virða ákvarðanir sem fara eiga að mati annarra valdhafa. Dómstólamir líta þá aðallega til þess hvort farið sé að reglum um matið, en geta einnig talið sér heimilt að skera úr um hvort matið sé byggt á málefnalegum grunni. Dómstólar eiga að fara varlega með þetta vald sitt gagnvart hinum handhöfum rrkisvaldsins. Sérstaklega hlýtur það að gilda gagnvart vilja löggjafans þar sem hann fær vald sitt beint frá þjóðinni í kosningum. Það er þó aðeins sá vilji löggjafans, sem kemur fram af réttum lögskýringargögnum, sem dómstólar mega taka tillit til. Þeir mega því ekki geta sér til um hver hann er af ummælum í fjölmiðlum og þótt þau ummæli séu ef til vill staðfest af Alþingi eftir að dómur er fallinn hefur það enga þýð- ingu um dómsúrlausnina. Hér að framan hefur verið getið þess hlutverks dómstólanna að skera úr um hvort lög séu í samræmi við stjórnarskrá og úr ágreiningi um takmörk valds yfirvalda. Dómstólar eiga einnig úrskurðarvald um valdmörk þeirra sjálfra, en það vald takmarkast af því að samkvæmt 59. gr. stjómarskrár er skipun dóms- valdsins ákveðin með lögum og þeir verða auðvitað að fara að þeim lögum. Skipun dómsvaldsins og þær reglur sem dómsvaldinu ber að haga gerðum sínum eftir er að finna í hinum eiginlegu réttarfarslögum, eins og kalla má þau eftir lagabreytingarnar sem gildi tóku 1. júlí 1992. Þetta eru lög nr. 92/1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, lög nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála og svo lög nr. 75/1973 um Hæstarétt íslands. Önnur lög, sem segja má að heyri til réttarfarsins samkvæmt hefð, ná eftir breytingarnar frekar til þess hvernig framkvæmdarvaldshafar eiga að haga sínum gerðum. Nokkrir kaflar þeirra laga eru þó um meðferð mála fyrir dómstólum. Lög um skipti, aðfarargerðir °g uppboð mæla þannig aðallega fyrir um hvernig sýslumenn eiga að haga störfum á þessum sviðum. I 1. gr. laga nr. 92/1989 segir að héraðsdómstólarnir fari með dómstörf, hver í sínu umdæmi, í opinberum málum og einkamálum, þar á meðal við skipti, aðfarargerðir og uppboð. í 1. og 2. gr. laga nr. 19/1991 er mælt fyrir um hvaða mál séu opinber mál. Þetta eru mál sem handhafar ríkisvaldsins höfða til refsingar lögum samkvæmt, til upptöku eigna eða sviptingar réttinda, svo og til ómerkingar ummæla o. fl. Lög nr. 91/1991 fjalla um meðferð einkamála, en það eru mál varðandi ágreining um réttindi og skyldur manna, og einnig þau mál er menn höfða til að ná rétti sem ekki fæst uppfylltur, enda þótt ekki verði sagt að ágreiningur ríki um tilvist hans. Úrskurður dómstóls er oftast nauðsynlegur til þess að menn fái aðstoð framkvæmdarvaldshafa til 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.