Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 41
Bergsteinsson) og einn sendiherra. Sá dómari, dr. Gunnar Thoroddsen, hafði áður verið prófessor og varð það aftur, skömmu eftir að hann lét af starfi hæstaréttardómara, en hann gegndi þar að auki á starfsævi sinni störfum borg- arstjóra í Reykjavík, alþingismanns og ráðherra. Fleiri dómarar höfðu gegnt umfangsmiklum störfum á sviði stjómmála og stjórnsýslu, áður en þeir tóku sæti í Hæstarétti. Þannig má nefna, að Kristján Jónsson dómstjóri var alþingis- maður um árabil og ráðherra íslands á árunum 1911 til 1912, en hann hafði áður verið settur amtmaður í suður- og vesturamtinu, verið skrifstofustjóri Al- þingis, gæslustjóri við Landsbanka íslands og bankastjóri í íslandsbanka. Öll- um þessum störfum nema ráðherraembættinu gegndi Kristján Jónsson sam- hliða dómstörfum í Landsyfirréttinum. Páll Einarsson var fyrsti borgarstjóri Reykvíkinga og gegndi því starfi um sex ára skeið nokkru áður en hann varð hæstaréttardómari. Þá var dr. Einar Arnórsson tvívegis ráðherra, í fyrra skiptið ráðherra íslands 1915 til 1917 og í síðara skiptið dóms- og menntamálaráð- herra í utanþingsstjórn dr. Björns Þórðarsonar 1942 til 1944, er hann tók að nýju við starfi hæstaréttardómara. Hann hafði einnig verið alþingismaður, rit- stjóri Morgunblaðsins, skattstjóri í Reykjavrk og prófessor, áður en hann settist í Hæstarétt. Auk þeirra, sem þegar hafa verið nefndir, höfðu þeir Lárus H. Bjamason og Lárus Jóhannesson átt sæti á Alþingi, og Bjöm Sveinbjömsson var varaþingmaður um skeið. Þrír hæstaréttardómarar höfðu gegnt rektors- embætti við Háskóla íslands, Lárus H. Bjamason, dr. Einar Arnórsson og dr. Armann Snævarr, en Lárus hafði jafnframt verið fyrsti og eini forstöðumaður Lagaskólans í Reykjavík. Þá er þess að geta, að Þór Vilhjálmsson hefur verið dómari við Mannréttindadómstól Evrópu frá árinu 1971. Sex fyrstu dómarar Hæstaréttar luku lagaprófi frá Kaupmannahafnarháskóla en allir aðrir frá Háskóla íslands. Tveir hæstaréttardómarar höfðu varið dokt- orsritgerð við lagadeild Háskóla íslands, áður en þeir voru skipaðir dómarar, dr. Þórður Eyjólfsson ritgerðina Um lögveð árið 1934 og dr.' Gunnar Thor- oddsen ritgerðina Fjölmæli árið 1968. Dr. Þórður var og sæmdur nafnbótinni doctor juris honoris causa við háskólann í Helsinki árið 1963. Tveir aðrir dómarar hafa fengið þá nafnbót við Háskóla íslands, dr. Einar Amórsson árið 1936 og dr. Ármann Snævarr árið 1993, en sá síðamefndi hafði þá fimm sinn- um hlotið slrkan heiður við erlenda háskóla. Flestir hæstaréttardómaranna hafa látið frá sér fara greinar um lögfræðileg og söguleg efni en í misrfkum mæli. Aðeins einu sinni hefur sonur fetað í fótspor föður síns með því að gerast hæstaréttardómari, en það gerði Logi Einarsson, sonur dr. Einars Amórssonar, tæpum 20 árum eftir að faðir hans hvarf úr réttinum. III. Hér fer á eftir skrá yfir þá menn, sem skipaðir hafa verið dómarar við Hæstarétt íslands. Aftan við nöfn dómaranna er aldur þeirra við skipun, skip- unartími og setningartími, ef því er að skipta, og loks samanlagður starfstími þeirra í réttinum: 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.