Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 100

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 100
ákvæðum 47. og 48. gr. laga nr. 60/1972. Það væri gömul skipan að faðir óskilgetins bams nyti ekki umgengnisréttar við bamið án samþykkis móður þess meðan hún færi með forræði þess. Yrði því ekki breytt nema með lögum. Var K sýknuð. Tveir dómarar töldu hins vegar að slíks réttar nyti við þótt ekki væri lögmæltur. Var því til stuðnings bent á að fyrir Alþingi lægi frumvarp til bamalaga þar sem mælt væri fyrir um slíkan rétt. Almenn lagasjónarmið sem lægju til grundvallar 47. gr. laga nr. 60/1972 um stofnun og slit hjúskapar, tillit til tilfinningatengsla foreldris við bam sitt og umhyggju þess fyrir því, þarfa bams og hvað því væri fyrir beztu ættu fullvel við þegar foreldrar sem búið hefðu saman óvígð og átt böm saman slitu sambúð. Varð niðurstaðan því sú með stoð í grunnsjónarmiðum í íslenzkum bamarétti og lögjöfnun frá 47. gr. laga nr. 60/1972 mætti fallast á kröfur M um umgengnisrétt. Niðurstaða héraðsdómara og meiri hluta Hæstaréttar var sú að löggjafinn ætti að setja reglur um þetta efni en ekki dómstólamir. Hæstaréttardómar 1981, bls. 182, sbr. einkum 193-94. Eigendur og ábúendur jarða sem land áttu að Mývatni í Mývatnssveit höfðuðu mál árið 1974 gegn ríkissjóði og kröfðust þess að dæmt yrði að botn og botnsverðmæti Mývatns, þ.á m. kísilgúrsandur utan netlaga, yrði í eign þeirra jarða sem land ættu að Mývatni og tilkall ættu til veiðinytja þar af ströndum fram. Af hálfu ríkissjóðs vom gerðar þær dómkröfur að ríkinu yrði dæmdur eignarréttur að botni Mývatns utan net- laga einstakra jarða ásamt öllum námum og hvers kyns verðmætum á, í og undir vatns- botninum. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að ríkissjóður var sýknaður af kröfum land- eigenda. Um kröfur ríkissjóðs á hendur landeigendum sagði í dómi Hæstaréttar að því væri ekki lýst í 4. gr. vatnalaga nr. 15/1923 né öðrum ákvæðum þeirra að ríkið skuli eitt vera eigandi að botni stöðuvatna utan netlaga né heldur renndu aðrar réttarheimildir stoðum undir slíkan eignarrétt. Síðan sagði: „Hins vegar verður að telja, að handhafar ríkisvalds, sem til þess eru bærir, geti í skjóli valdheimilda sinna ráðið meðferð og nýtingu botns Mývatns og botnsverðmæta utan netlaga [...]“. Niðurstaðan er hér að um álitaefni eins og þetta eigi löggjafinn að setja reglur en ekki dómstólarnir. Sama niðurstaða var í Hæstaréttardómi 1981, bls. 1584, sbr. eink. 1591-92. 8.3 Viðbrögð löggjafans við dómum Hæstaréttar Nokkrum sinnum hefur það borið við að niðurstöður í dómum Hæstaréttar hafa leitt til viðbragða lagasetningarvalds. Hæstaréttardómar 1936, bls 160. J veðsetti Landsbanka íslands fasteign og var hún seld á nauðungaruppboði sam- kvæmt ákvæðum 10. gr. tilskipunar 18. febrúar 1847 um fjárforráð ómyndugra og fekk kaupandi uppboðsafsal fyrir eigninni. Ófullnægðir veðhafar áfrýjuðu upp- boðinu og útgáfu afsalsins og kröfðust ómerkingar vegna þess að uppboðsskilmál- 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.