Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 100
ákvæðum 47. og 48. gr. laga nr. 60/1972. Það væri gömul skipan að faðir óskilgetins
bams nyti ekki umgengnisréttar við bamið án samþykkis móður þess meðan hún færi
með forræði þess. Yrði því ekki breytt nema með lögum. Var K sýknuð.
Tveir dómarar töldu hins vegar að slíks réttar nyti við þótt ekki væri lögmæltur. Var
því til stuðnings bent á að fyrir Alþingi lægi frumvarp til bamalaga þar sem mælt væri
fyrir um slíkan rétt. Almenn lagasjónarmið sem lægju til grundvallar 47. gr. laga nr.
60/1972 um stofnun og slit hjúskapar, tillit til tilfinningatengsla foreldris við bam sitt
og umhyggju þess fyrir því, þarfa bams og hvað því væri fyrir beztu ættu fullvel við
þegar foreldrar sem búið hefðu saman óvígð og átt böm saman slitu sambúð. Varð
niðurstaðan því sú með stoð í grunnsjónarmiðum í íslenzkum bamarétti og lögjöfnun
frá 47. gr. laga nr. 60/1972 mætti fallast á kröfur M um umgengnisrétt.
Niðurstaða héraðsdómara og meiri hluta Hæstaréttar var sú að löggjafinn
ætti að setja reglur um þetta efni en ekki dómstólamir.
Hæstaréttardómar 1981, bls. 182, sbr. einkum 193-94.
Eigendur og ábúendur jarða sem land áttu að Mývatni í Mývatnssveit höfðuðu mál
árið 1974 gegn ríkissjóði og kröfðust þess að dæmt yrði að botn og botnsverðmæti
Mývatns, þ.á m. kísilgúrsandur utan netlaga, yrði í eign þeirra jarða sem land ættu að
Mývatni og tilkall ættu til veiðinytja þar af ströndum fram. Af hálfu ríkissjóðs vom
gerðar þær dómkröfur að ríkinu yrði dæmdur eignarréttur að botni Mývatns utan net-
laga einstakra jarða ásamt öllum námum og hvers kyns verðmætum á, í og undir vatns-
botninum. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að ríkissjóður var sýknaður af kröfum land-
eigenda. Um kröfur ríkissjóðs á hendur landeigendum sagði í dómi Hæstaréttar að því
væri ekki lýst í 4. gr. vatnalaga nr. 15/1923 né öðrum ákvæðum þeirra að ríkið skuli
eitt vera eigandi að botni stöðuvatna utan netlaga né heldur renndu aðrar réttarheimildir
stoðum undir slíkan eignarrétt. Síðan sagði: „Hins vegar verður að telja, að handhafar
ríkisvalds, sem til þess eru bærir, geti í skjóli valdheimilda sinna ráðið meðferð og
nýtingu botns Mývatns og botnsverðmæta utan netlaga [...]“.
Niðurstaðan er hér að um álitaefni eins og þetta eigi löggjafinn að setja
reglur en ekki dómstólarnir. Sama niðurstaða var í Hæstaréttardómi 1981, bls.
1584, sbr. eink. 1591-92.
8.3 Viðbrögð löggjafans við dómum Hæstaréttar
Nokkrum sinnum hefur það borið við að niðurstöður í dómum Hæstaréttar
hafa leitt til viðbragða lagasetningarvalds.
Hæstaréttardómar 1936, bls 160.
J veðsetti Landsbanka íslands fasteign og var hún seld á nauðungaruppboði sam-
kvæmt ákvæðum 10. gr. tilskipunar 18. febrúar 1847 um fjárforráð ómyndugra og
fekk kaupandi uppboðsafsal fyrir eigninni. Ófullnægðir veðhafar áfrýjuðu upp-
boðinu og útgáfu afsalsins og kröfðust ómerkingar vegna þess að uppboðsskilmál-
94