Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 83

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 83
Hæstaréttardómar 1940, bls. 59. K sem var undir áhrifum áfengis hóf að syngja fullum rómi í anddyri Hótels Borgar þegar hann var að yfirgefa staðinn. Lögreglumaðurinn S skipaði honum að þegja, en K herti söng sinn og varð þetta upphaf átaka milli K og S sem lyktaði þannig að S með fulltingi lögreglumannsins Þ færði K inn í lögreglubifreið. Þar handjám- uðu þeir hann og fluttu í fangageymslu. Var honum komið fyrir í stokk ætluðum ölvuðum mönnum í æstu skapi. Daginn eftir kvartaði K yfir vanlíðan og í ljós kom að hann hafði fengið heilahristing og önnur meiðsl. Lá hann rúmfastur um nokkurt skeið. Opinbert mál var höfðað gegn S og Þ vegna meðferðar þeirra á K. I dómi Hæstaréttar var talið sannað að S hefði þegar hann bauð K að hætta söng sínum ekki farið að honum „með þeirri lipurð eða prúðmennsku, er lögreglumanni hæfir, eftir því sem á stóð“. Framferði K virtist ekki hafa verið þannig lagað að það veitti ákærða næga ástæðu til að leggja þegar í stað á hann hendur. „Aður en til slíkra aðgerða kæmi, bar ákærða [S] að reyna að ná takmarki sínu með vægara móti“. Hér mótar Hæstiréttur meðalhófsreglu í samskiptum lögreglu og handtekins manns þess efnis að velja beri vægasta úrræði til að ná settu marki. Síðan hafa gengið margir dómar á þessu sviði og öðrum sem staðfesta þessa reglu. Hér má einnig minna á dóminn í H 1943, bls. 256 sem rakinn er hér að framan, en með honum er mörkuð sú stefna að hóf skuli vera á beitingu þess úrræðis sem valið er miðað við þá hagsmuni sem í húfi eru og ekki ganga lengra en nauðsyn ber til. Þessi regla er síðan áréttuð í mörgum dómum um valdbeitingu lögreglu og raunar á fleiri sviðum, sbr. H 1986, bls. 935.24 7.2 Dómar þar sem lagaákvæði koma til framkvæmda í fyrsta sinn eða á þau reynir með sérstökum hætti Þegar reynir á lagaákvæði í fyrsta sinn eða með sérstökum hætti er framlag dómstóla til löggjafarinnar ef til vill ekki jafn augljóst. Það fer raunar eftir því hversu ýtarleg lögin eru. Hér væri 67. gr. stjómarskrárinnar sérstakt athugunarefni, enda hafa fleiri dómar gengið um hana en nokkra aðra grein hennar, en rúmið leyfir ekki þá umfjöllun.25 Eftirtaldir dómar um önnur efni skulu nefndir sem dæmi um framlag dóm- stóla til löggjafarinnar við framangreindar aðstæður. Hæstaréttardómar 1937, bls. 332. A hélt því fram að ákvæði til bráðabirgða í bráðabirgðalögum nr. 49/1934, sem 24 Páll Hreinsson: Stjómsýslulögin, bls. 147 o. áfr. 25 Vísað skal til eftirtalinna höfunda: Gauks Jörundssonar: Um eignamám. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Rv. 1969. Ólafs Jóhannessonar: Stjórnskipun Islands. Önnur útgáfa. Iðunn. Rv. 1978, bls. 438 o. áfr. Gunnars G Schram: Dómar úr stjómskipunarrétti. Bókaútgáfa Orators. Rv. 1991, bls. 141 o. áfr. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.