Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 61
í þessum dómi taldi Hæstiréttur, að jafnræðisreglan væri þyngri á metunum en þær stjómmálaástæður, sem í sjálfu sér voru lögmætar, er leiddu til þess, að bráðabirgðalögin voru sett. Þetta sýnir að dómstóllinn telur sig hafa ríka skyldu til að standa vörð um þessa reglu. I sumum löndum er óhugsandi að dómstólar lýsi lög ógild, t.d. er svo í Finnlandi. I öðrum löndum telja ýmsir, að þetta geti gerst, en það gerist þó ekki í raun. Þannig er í Danmörku. í sænsku stjómarskránni er heimilað að víkja lögum til hliðar, ef þau em ljós- lega ósamrýmanleg henni. Sums staðar er lögbundið, að fyrir lagasetningu skuli kanna hvort hugsanlegt sé, að stjómarskráin standi henni í vegi. Af þessu sést, að ekki er alls staðar litið á það með sama hætti, hve ríkt vald dómstól- arnir hafa til að meta gerðir þeirra, sem kjömir eru til landstjórnar. Jafnræðisreglan er óskráð meginregla, sem talin hefur verið hafa sama gildi og skráð stjórnarskrárákvæði. Hugsanlegt er að fleiri slíkar meginreglur verði taldar felast í stjómarskránni eða standa henni jafnt gagnvart almennum lög- um. Svo er um þingræðisregluna, þó að ósennilegt sé að hún komi við sögu í dómsmáli. Hið sama er að segja um þá reglu, að dómstólar geti metið stjóm- skipulegt gildi laga. Sigurður Líndal21 vill láta huga að því, að í lok 2. gr. stjórnarskrárinnar standi: „Dómendur fara með dómsvaldið. Þeir gæta viður- kenndrar lagahefðar og réttarmenningar“. Þessi hugmynd er tengd þeirri skoð- un, að frá þjóðveldisöld hafi verið í landinu lagahefð, sem dómstólar beiti sem fordæmisreglum, en nýmæli séu nú í settum lögum. I sambandi við lög- festingu Mannréttindasáttmála Evrópu hefur verið bent á,22 að reglurnar sem þar er að finna séu þess eðlis, að vafi verði um verkaskiptingu löggjafans og dómstóla. Spumingin hér er sú, hvort æskilegt sé að setja lög til að framfylgja reglunum í sáttmálanum eða hvort dómstólar eigi að meta gildi annarra laga með hliðsjón af honum. í upphafi er þar um að ræða lög, sem eru eldri en íslensku lögin um sáttmálann, sem voru sett á þessu ári, en aðstaðan að þessu leyti gæti breyst. Þetta atriði er fyrst og fremst undir Alþingi sjálfu komið. Spyrja má, hvort þeim reglum, sem jafna má til stjórnarskrárákvæða, verði breytt með venjulegum lögum frá Alþingi. Olafur Jóhannesson telur svo ekki vera, en danski prófessorinn Alf Ross er á öndverðum meiði.23 Höfundur þessarar greinar telur, að sú festa, sem þessar reglur hafa náð, tengsl þeirra við stjómarskrána og það að hún byggir á þeim forsendum, að þessar reglur séu til staðar, leiði til þess, að fallast verði á skoðun Ólafs Jóhannessonar. Vel má einnig nota orð Sigurðar Líndal um viðurkennda lagahefð og réttarmenningu. 21 I greininni sem nefnd er í 14. neðanmálsgrein. 22 Páll Þórhallsson: Lögfesting mannréttindasáttmála Evrópu (Úlfljótur 1994, 2. hefti). Dóra Guðmundsdóttir: grein nefnd í 14. neðanmálsgr., bls. 166 og 185-189. 23 Stjómskipun íslands, bls. 412-413. Statsretslige Studier, Khöfn, 1959, bls. 168-182. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.