Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 90
„Samkvæmt íslenzkri dómstólaskipun er dómsvald í héraði utan Reykjavíkur í hönd-
um bæjarfógeta og sýslumanna, sem hafa jafnframt lögreglustjóm á hendi. Þykir
héraðsdómur eigi verða ómerktur af þeim sökum, að fulltrúi bæjarfógetans á Akur-
eyri fór með mál þetta. Þá hefur heldur eigi verið sýnt fram á nein sérstök atriði,
sem valdi vanhæfi bæjarfógetans né þessa fulltrúa hans“.
Var J sakfelldur í Hæstarétti fyrir of hraðan akstur, en sýknaður af ákæra fyrir brot
gegn stöðvunarskyldu.
Hæstaréttardómar 1987, bls. 356.
E bóndi var ákærður fyrir að hafa rifið niður og fjarlægt svonefnda hreppagirðingu
og fundinn sekur í sakadómi Vestur-Skaftafellssýslu fyrir eignaspjöll, nánar tiltekið
brot gegn 1., sbr. 4. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fyrir Hæsta-
rétti var þess krafizt að dómur þessi yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað
til dómsálagningar að nýju. Þau rök voru færð fyrir ómerkingarkröfunni að héraðs-
dómarinn í málinu, sem var sýslumaður Skaftafellssýslu, og hafði dæmt í málinu
hafí ekki mátt skipa dómarasæti í málinu með því að hann sé jafnframt lögreglustjóri
í umdæmi sínu. Þessi skipan brjóti gegn 2. og 61. gr. stjómarskrárinnar, svo og 6.
gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. auglýsingu nr. 11/1954.
í dómi Hæstaréttar sagði að ákvæði 2. gr. stjómarskrár lýðveldisins íslands nr. 33/1944,
sbr. 2. gr. stjómarskrár konungsríkisins Islands nr. 9/1920 og 1. gr. stjómarskrár um
hin sérstaklegu málefni íslands frá 5. janúar 1874 hefðu ekki verið talin standa í vegi
fyrir þeirri lögmæltu skipan að sýslumenn og bæjarfógetar sem hefðu á hendi lög-
reglustjóm færu jafnframt með dómsvald í héraði þótt undantekningar séu gerðar, sbr.
29. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði og 4. gr. laga nr. 74/1974 um
meðferð opinberra mála, sbr einnig lög nr. 74/1972 um skipun dómsvalds í héraði,
lögreglustjóm, tollstjóm o. fl., en áður lög nr. 65/1943 og lög nr. 98/1961. Beinlínis
sé gert ráð fyrir því í 61. gr. stjómarskrárinnar nr. 33/1944, sbr. áður 57. gr. stjómar-
skrárinnar nr. 9/1920 og 44. gr. stjómarskrárinnar frá 5. janúar 1874, að dómendur
geti haft umboðsstörf á hendi. Ákvæðum Evrópusamnings um vemdun mannréttinda
og mannfrelsis hafi ekki verið veitt lagagildi hér á landi. Þau breyti ekki þeirri
lögbundnu skipan sem greind hafi verið. Þar sem héraðsdómari sem til þess var bær
að íslenzkum lögum hafi kveðið upp hinn áfrýjaða dóm yrði hann ekki ómerktur af
framangreindum ástæðum þótt í málinu hafi verið lagðar fram skýrslur sem lögreglu-
maður í umdæmi héraðsdómara hafi tekið. Var héraðsdómur staðfestur.
í báðum þessum málum var Hæstiréttur skipaður þremur dómurum. Niður-
staðan var sú að þágildandi dómaskipan stæðist samkvæmt stjómarskrá, en
Mannréttindasáttmáli Evrópu hefði ekki fengið lagagildi hér á landi og breytti
ekki lögbundinni skipan.
Hæstaréttardómar 1990, bls. 2.
G var ákærður fyrir svik og dæmdur í sakadómi Amessýslu sekur um brot gegn
248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fyrir Hæstarétti krafðist verjandi þess
að dómurinn yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til dómsálagningar að
84