Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 90

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 90
„Samkvæmt íslenzkri dómstólaskipun er dómsvald í héraði utan Reykjavíkur í hönd- um bæjarfógeta og sýslumanna, sem hafa jafnframt lögreglustjóm á hendi. Þykir héraðsdómur eigi verða ómerktur af þeim sökum, að fulltrúi bæjarfógetans á Akur- eyri fór með mál þetta. Þá hefur heldur eigi verið sýnt fram á nein sérstök atriði, sem valdi vanhæfi bæjarfógetans né þessa fulltrúa hans“. Var J sakfelldur í Hæstarétti fyrir of hraðan akstur, en sýknaður af ákæra fyrir brot gegn stöðvunarskyldu. Hæstaréttardómar 1987, bls. 356. E bóndi var ákærður fyrir að hafa rifið niður og fjarlægt svonefnda hreppagirðingu og fundinn sekur í sakadómi Vestur-Skaftafellssýslu fyrir eignaspjöll, nánar tiltekið brot gegn 1., sbr. 4. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fyrir Hæsta- rétti var þess krafizt að dómur þessi yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til dómsálagningar að nýju. Þau rök voru færð fyrir ómerkingarkröfunni að héraðs- dómarinn í málinu, sem var sýslumaður Skaftafellssýslu, og hafði dæmt í málinu hafí ekki mátt skipa dómarasæti í málinu með því að hann sé jafnframt lögreglustjóri í umdæmi sínu. Þessi skipan brjóti gegn 2. og 61. gr. stjómarskrárinnar, svo og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. auglýsingu nr. 11/1954. í dómi Hæstaréttar sagði að ákvæði 2. gr. stjómarskrár lýðveldisins íslands nr. 33/1944, sbr. 2. gr. stjómarskrár konungsríkisins Islands nr. 9/1920 og 1. gr. stjómarskrár um hin sérstaklegu málefni íslands frá 5. janúar 1874 hefðu ekki verið talin standa í vegi fyrir þeirri lögmæltu skipan að sýslumenn og bæjarfógetar sem hefðu á hendi lög- reglustjóm færu jafnframt með dómsvald í héraði þótt undantekningar séu gerðar, sbr. 29. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði og 4. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála, sbr einnig lög nr. 74/1972 um skipun dómsvalds í héraði, lögreglustjóm, tollstjóm o. fl., en áður lög nr. 65/1943 og lög nr. 98/1961. Beinlínis sé gert ráð fyrir því í 61. gr. stjómarskrárinnar nr. 33/1944, sbr. áður 57. gr. stjómar- skrárinnar nr. 9/1920 og 44. gr. stjómarskrárinnar frá 5. janúar 1874, að dómendur geti haft umboðsstörf á hendi. Ákvæðum Evrópusamnings um vemdun mannréttinda og mannfrelsis hafi ekki verið veitt lagagildi hér á landi. Þau breyti ekki þeirri lögbundnu skipan sem greind hafi verið. Þar sem héraðsdómari sem til þess var bær að íslenzkum lögum hafi kveðið upp hinn áfrýjaða dóm yrði hann ekki ómerktur af framangreindum ástæðum þótt í málinu hafi verið lagðar fram skýrslur sem lögreglu- maður í umdæmi héraðsdómara hafi tekið. Var héraðsdómur staðfestur. í báðum þessum málum var Hæstiréttur skipaður þremur dómurum. Niður- staðan var sú að þágildandi dómaskipan stæðist samkvæmt stjómarskrá, en Mannréttindasáttmáli Evrópu hefði ekki fengið lagagildi hér á landi og breytti ekki lögbundinni skipan. Hæstaréttardómar 1990, bls. 2. G var ákærður fyrir svik og dæmdur í sakadómi Amessýslu sekur um brot gegn 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fyrir Hæstarétti krafðist verjandi þess að dómurinn yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til dómsálagningar að 84
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.