Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 20
Alþingi. Sárafáar beiðnir hafa borist réttinum um undanþágu frá þessari fjár- hæð eftir að lögunum var breytt og flestar á þann veg að leyfi var auðsótt mál. Nokkur mál, sem voru óafgreidd hjá réttinum og náðu ekki þessari fjár- hæð, hafa samkvæmt heimild í gildistökuákvæði 24. gr. laga nr. 38/1994 verið flutt skriflega og hlotið þannig afgreiðslu fyrr en ella. Nokkur fleiri skriflega flutt mál eru enn til meðferðar. Þessi afgreiðsla mun þó ekki skipta sköpum fyrir réttinn enda hafði það verið reiknað út fyrir þessar lagabreytingar að áfrýjunarfjárhæðin þyrfti að minnsta kosti að hækka í 500.000 krónur svo það hefði einhver marktæk áhrif. Hækka mætti áfrýjunarfjárhæðina um nokkur hundruð þúsund krónur í viðbót og aðilum ætti að vera nægilegt að treysta á leyfismeðferð réttarins. Það er þó mikið álitamál hvort borgar sig að brydda upp á þessari leið að nýju miðað við þá umræðu sem varð um síðustu hækkun áfrýjunarfjárhæðarinnar. Þá kemur lrklega til þess fyrr en varir að gera verður tillögur um að skipta málskotsstiginu. Koma þar ýmsir möguleikar til greina. Má leita fyrirmynda hjá grannþjóðunum, en einnig hjá þeim fjölþjóðadóm- stólum sem nú er mjög horft til. Stefna grannþjóðanna er nú sú að byrja öll mál á sama dómstigi og stjóma því síðan með takmörkunum málskotsheimilda á hvern hátt mál verða endurskoðuð. Mál verða yfirleitt ekki endurskoðuð á æðsta dómstigi nema samkvæmt leyfi viðkomandi réttar. Með nýju lögunum voru gerðar ýmsar breytingar á starfsemi Hæstaréttar sem leiða eiga til virkari málsmeðferðar. Yfírfærslur einkamála hafa verið lagðai' af en hæstaréttarritari stjórnar nú gagnaöfluninni. Nýjar reglur hafa verið settar um stefnur og greinargerðir sem eiga að stuðla að því að mál verði tilbúin fyrr en áður og sjá megi strax af málatilbúnaðinum hvers vegna máli er skotið til dómsins. Einnig hafa verið settar reglur um málsgögn (en þau koma í stað ágripa áður), en þær eiga að verða til þess að ekki verði önnur gögn lögð fyrir réttinn en nauðsynleg eru fyrir úrlausn þess álitaefnis sem lagt er fyrir hann. Samkvæmt d. lið 1. mgr. 155. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 9. gr. laga nr. 38/1994 á að geta þess í stefnu í hvaða skyni er áfrýjað. Ætlast er til að hæstaréttarritari gangi eftir því að þetta sé fullkomlega skýrt. Helgast það af því að knýja á áfrýjanda til að gera fulla grein fyrir því hvað hann ætli sér að fá fram með áfrýjun sinni. Á þessum fyrstu stigum málsmeðferðarinnar þarf rétturinn að geta gert sér grein fyrir því hvort eitthvað er að málatilbúnaðinum og koma honum til rétts vegar eða vísa máli strax frá. Hugsanlega má auka heimildir réttarins til að vísa máli frá réttinum að lokinni forkönnun án frekari meðferðar. Ástæður þess væru þá þær að málskotið þætti að ófyrirsynju. Þá væri einnig hugsanlegt að fá réttinum heimildir til þess eftir forkönnun þriggja dómara að lýsa því yfir að dómur héraðsdóms skuli standa. Yfirlýsingin væri aðeins rökstudd með tilvísun til heimildarákvæðis. Skilyrði þessa væri þá það að dómur væri ekki talinn hafa mikið fordæmisgildi og allir dómaramir væra sammála um að rétt- urinn muni ekki breyta úrlausn héraðsdóms í verulegum mæli. Kærumála- nefnd Hæstaréttar Noregs hefur beitt slíkum heimildum með góðum árangri og nú er verið að flytja þessar heimildir þaðan til landshlutadómstólanna. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.