Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 66
arráðsins. Ráðgert er að lóðin verði í framtíðinni til afnota fyrir Stjómarráð
Islands. Byggingartengsl við stjómarráðið em, eins og áður kemur fram,
óæskileg, jafnframt því sent umhverfið þótti óhrjálegt.
Staður 8: Við Skúlagötu, við hlið Sjávarútvegshússins. Stærð nýbyggingar
fyrir Hæstarétt Islands var talin of lítil fyrir lóðina. Byggingin yrði of lág-
reist og í miklu ósamræmi við götumyndina, auk þess sem starfsemi dóm-
húss yrði fremur afskekkt á þessum stað. Óheppilegt þótti að inngangur
dómhússins yrði gegnt skolpdælustöð.
Staður 9: I landi Höfða við Borgartún, nokkru austan við Höfða. Lóðin var
ekki talin uppfylla skilyrði um nálægð við miðbæinn. Þá var talið ólíklegt
að lóðin fengist.
Staður 10: Lóð á Laugamestanga. Ekki var rætt um nákvæma staðsetningu, en
allt svæðið er friðað og lóðin uppfyllti ekki skilyrði um nálægð við miðbæinn.
Staður 11: Lóðin Aðalstræti 16, gegnt „Víkurgarði“, gamla Víkurkirkju-
garðinum, við Aðalstræti. Borgaryfirvöld höfnuðu þessum möguleika, þar
sem gert er ráð fyrir varðveislu lóðarinnar.
Staður 12: Við Lækjargötu, fyrir norðan Miðbæjarskóla, þar sem nú er lítill
lystigarður með tumbyggingu. Framkvæmd á þessari lóð hefði reynst mjög
erfið vegna eignarhalds, og kaupa hefði þurft lóðir við Laufásveg, til þess
að koma húsi Hæstaréttar fyrir á þessum stað.
Staður 13: Við Reykjavíkurhöfn, þar sem áður var athafnasvæði Hafskipa.
Lóðin er á umráðasvæði Reykjavíkurhafnar, og er þar enn mikil starfsemi.
Skipulagsyfirvöld hafa lóðina í huga fyrir byggingu, sem drægi að sér meiri
fólksfjölda en dómhús Hæstaréttar og glæddi höfnina lífi.
Haustið 1992 var Ingimundur Sveinsson arkitekt fenginn til að gera athugun
á lóðum, sem voru álitlegar fyrir nýbyggingu Hæstaréttar Islands. Eftirtaldai'
lóðir voru skoðaðar:
Staður 14: A horni Tjamargötu, Vonarstrætis og Suðurgötu. Tillaga var gerð
að byggingu á þessum stað, en lóðin þótti erfið vegna tengingar við hús
Happdrættis Háskóla Islands og fyrirhugað dómhús borið ofurliði af hæð
þeirrar byggingar.
Staður 15: Thorvaldsensstræti 2 í húsalengju vestan við Austurvöll, við hlið
Póst- og símahúss. Nauðsynlegt hefði verið að rífa hornið, þar sem gamla
Sjálfstæðishúsið var. Kosturinn þótti auk þess ekki fýsilegur vegna tengingar
við aðrar byggingar.
Staður 16: Lóðin Pósthússtræti 9 í húsalengju austan við Austurvöll. Um
er að ræða bilið milli Hótel Borgar og Reykjavíkurapóteks, þar sem Al-
mennar Tryggingar voru áður til húsa. Fjarlægja hefði þurft húsið, auk þess
sem sömu rök gilda og áður um óæskilega tengingu við aðrar byggingar.
Staður 17: Hom Lækjargötu og Austurstrætis. Hér hefði einnig þurft að rífa
þau hús sem fyrir em og fékk hugmyndin ekki hljómgmnn sem góður valkostur.
60